4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Magnaðir mattir frá RIMMEL

Vörurnar fékk ég að gjöf

f06ef8dc-d4ae-41b2-80ad-b2bc2835d468

Það er ekki oft sem að mattir varalitir slá í gegn hjá mér enda er það einstaklega erfið formúla til að fullkomna. Nýlega fékk ég þó tækifæri til að prófa nýju möttu varalitina The Only 1 frá RIMMEL og þeir eru vægast sagt komnir á topplistann hjá mér fyrir matta varaliti! 

2e06d271-aaac-4ab2-9a8e-54a086f2ca82

Í línunni hér á landi eru alls átta litir sem eru hver öðrum fallegri en að sjálfsögðu á ég mér nokkra uppáhalds og þeir sem hafa fylgst með mér í smá tíma geta eflaust giskað á hvaða litir það eru! Nude litir eru nefnilega alltaf mínir uppáhalds. Varalitirnir endast alveg fáránlega vel og lengi á vörunum en þeir dofna bara þegar líður á kvöldið en haldast alltaf jafnir sem þýðir þó þeir séu aðeins farnir að eyðast þá verða þeir aldrei ljótir eða ójafnir. Varalitirnir þurrka líka ekki upp varirnar mínar sem er mjög sjaldgæft þegar að kemur að öllu möttu. Mig langaði að sýna ykkur hvern og einn lit betur til að þið getið séð alla litina sem eru í boði en varalitirnir sjálfir fá topp einkun frá mér enda ekki annað hægt þegar þeir eru svona góðir.

fd51eca7-8b6f-422d-98f5-1b1dff9aa566

Fyrst erum við með litinn 600 Keep it Coral. Þetta er æðislegur kóraltóna nude litur en ég veit ekki til þess að hafa séð svoleiðis lit áður. Hann er virkilega fallegur og hentar vel þeim sem elska varaliti með smá appelsínugulum undirtón.

cefe09bd-c8c3-40e0-a0b0-a57cd89bdd13

Næst er það liturinn 200 Salute sem er kaldtóna nude bleikur. Það er eitthvað sérstakt við þennan en ég get ekki sett puttann á það. Hann er alveg ótrúlega fallegur og einn af þeim sem ég hef notað mest enda passar hann við bókstaflega allt. Þessi smellpassar til dæmis inn í bleika golden globe trendið sem átti sér stað í flestum förðunum á hátíðinni síðastliðna helgi.

760274e1-c399-4d06-9817-28263370a1fe

Síðan er það liturinn 700 Trendsetter. Þessi er náttúrulega ekkert annað en fullkominn! Brúntóna nude litur sem gefur svo svakalega fallegan lit á varirnar að það er eiginlega ekki fyndið.

aa5787bb-52f3-4d51-9bfd-97e2c1663d70

Þessi litur ætti síðan að heilla allar þær sem elska dökka varaliti upp úr skónum. Þetta er liturinn 750 Look Who’s Talking. Nafnið vísar í eina af mína uppáhalds 90’s myndum og gerir það ekki af ástæðulausu enda öskrar liturinn hreinlega 90’s! Gullfallegur og dökkur rauðbrúnn litur.

b1ece421-ed5b-4a91-8460-fcbe96a1b4af

Liturinn 610 High Flyer er ótrúlega flottur mauve nude litur sem að er einn af mínum topp þremur úr línunni. Hann passar við hvaða lúkk sem er og þá sérstaklega á veturna þegar maður er allur í dökkum smokey förðunum og vill hafa varirnar frekar hlutlausar en samt með hafa pínu fútt í þeim ef þið skiljið hvað ég meina… :)

b45bdcd4-978c-46ec-a9ab-e739b042abe9

110 Leader of the Pink er litur sem ég hélt að ég myndi ekki verða hrifin af en annað kom svo sannarlega á daginn þar sem hann hefur verið mikið notaður undanfarið. Liturinn virðist vera miklu bleikari en hann er í raun og veru en hann setur rosalega flottan og léttan bleikan lit á varirnar við notkun. Virkilega fallegur og mun verða ennþá fallegri þegar tekur að vora og farðanirnar verða léttari.

6c1759d1-f7b3-4d01-aa44-34853be07dc2

Þessi litur er fyrir þær sem þora en 800 Run the Show er litur sem að mér finnst vera tjúllaður. Ég á svipaðan lit frá Colour Pop en hann er því miður hættur í framleiðslu hjá þeim svo ég var mjög glöð að sjá svipaðan lit í þessari línu. Litsterkur og líflegur fjólublár.

68457860-108d-4660-a717-1574a8665b82

Þessi er svo fyrir allar þær sem að elska rauða varaliti og eru ennþá að leita að hinum fullkomna matta rauða lit. 500 Take the Stage er æðislegur og litsterkur rauður sem að verður svolítið Marilyn Monroe legur þegar rauðum glossi er bætt ofan á hann. 

730d8032-c16d-474a-8d24-29c8674df430

Ég hef ekkert heyrt nema góða hluti um þessa varliti og ég verð að vera sammála því sem ég hef heyrt, þeir eru æðislegir. Ef ég ætti að finna eitthvað til að setja út á þá, þá væri það lyktin en hún mætti vera aðeins betri. Hún dofnar samt um leið og maður setur litinn á varirnar svo það er lítið til að pirra sig yfir.

Ég veit ekki hvað það er við RIMMEL varalitina en allir litirnir sem ég hef prófað frá þeim hingað til hef ég elskað. Ef ykkur langar að prófa einhverja vöru frá merkinu þá mæli ég með því að þið nælið ykkur í varalit frá þeim, þeir klikka ekki! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
Hátíðarlúkk #1 - SÝNIKENNSLA
Jæja ég ákvað að fara "all in" þetta árið þegar kemur að hátíðarlúkkum, eins og maður segir á góðri íslensku. Mig langaði að gera eitthvað öðru...
powered by RelatedPosts