MAC x Zac Posen

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

image1 (2)

Áður en ég byrja verð ég nú að viðurkenna að ég veit mest lítið um Zac Posen annað en það að hann er amerískur fatahönnuður enda hefur maður nú oft heyrt nafn hans nefnt á rauða dreglinum í Hollywood. Nú hefur hann hinsvegar slegist í lið með MAC til að hanna litla snyrtivörulínu fyrir þá. Línan er væntanleg á allra næstu dögum en hún verður bara seld í MAC Kringlunni og kemur í takmörkuðu magni sem þýðir að ef þið girnist eitthvað úr línunni þá skuluð þið mæta sem fyrst í búðina þegar hún mætir svo þið missið nú ekki af því sem þið hafið áhuga á.

Ég er með tvær vörur úr línunni til að sýna ykkur en línuna í heild sinni getið þið skoðað HÉR.

image2 (2)

Fyrsta varan sem ég hef til að sýna ykkur er þessi æðislegi hlutlausi varalitur sem er í litnum Sheer Madness. Það eru þrír varalitir í línunni en hinir tveir eru töluvert litsterkari en þessi hér en ég er mjög glöð með að geta sýnt ykkur þennan betur því þetta er fullkominn svona hversdagslitur sem flott er að hafa í vasanum til að skella á sig yfir vinnudaginn.

Hér sjáið þið litinn betur bæði í nærmynd og á vörunum. Smellið endilega á myndirnar til að stækka þær :) Eins og þið sjáið þá er liturinn mjög mjúkur og náttúrulegur en hann gefur vörunum svona bleik-gylltan bjarma. Áferðin á varalitnum er Lustre en það þýðir að hann er ekki mattur heldur glansandi og þurrkar því ekki upp varirnar jafn mikið og hann myndi gera ef hann væri mattur.

Screen Shot 2016-03-18 at 19.08.33

 

image4

Hin varan sem ég fékk til að sýna ykkur er þessi blauti eyeliner-túss í litnum Retro Black. Þetta er bara þessi týpíski eyeliner-túss nema í staðin fyrir að vera alveg svartur eins og nafnið gefur kannski til kynna þá er hann að mínu mati örlítið grár.

Hér sjáið þið svo vöruna betur en liturinn sést kannski ekki alveg nógu vel á þessari mynd. Þegar ég set eyelinerinn á mig og hann þornar þá þornar hann pínu eins og hann sé dökkgrár en samt nánast svartur. Frekar erfitt að lýsa þessu en mér finnst samt nafnið Retro Black lýsa því ágætlega því liturinn er ekki alveg kolsvartur. Það er auðvelt að nota þennan en munið samt að geyma litinn á hvolfi svo að oddurinn beinist niður en þetta á við um alla eyeliner-tússa svo að þeir þorni ekki upp :)

Screen Shot 2016-03-18 at 19.01.23

_MG_3241

Allt í allt er línan einstaklega falleg og stílhrein og þessir tveir hlutir sem ég fékk til að sýna ykkur henta fullkomlega til að skapa flott rómantískt vorlúkk. Ég veit ekki með ykkur en ég er alveg tilbúin til að fá smá vor í líf mitt enda er veðrið síðustu daga búið að vera yndislegt í alla staði og hefur alveg náð að lyfta manni upp úr vetrardavalnum. Finnst ykkur það ekki? :D

P.S. Að lokum langaði mig að hvetja ykkur til að þátt í afmælisgjafaleik síðunnar með því að smella á myndina hér fyrir neðan og fylla út formið neðst til að geta fengið tækifæri á því að vinna heilan helling af glæsilegum vörum til að fylla í snyrtiborðið ykkar ❤️

risa_afmælisleikur

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
powered by RelatedPosts