MAC x Charlotte Olympia

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_3041

Ég er búin að vera svo spennt að sýna ykkur vörur úr nýju Charlotte Olympia línunni frá MAC að það er eiginlega hálf vandræðalegt. Línan kom í sölu í MAC Kringlunni í dag en hún verður einungis seld þar hér á landi. Eins og alltaf kom línan í takmörkuðu magni svo ef þið girnist eitthvað úr henni þá skuluð þið hafa það í huga :) Fyrir þá sem ekki vita hver Charlotte Olympia er langaði mig að segja ykkur aðeins frá henni ásamt því að segja ykkur hver innblásturinn er á bakvið línuna áður en ég sýni ykkur betur tvær vörur úr henni.

CHARLOTTE OLYMPIA BEAUTY

Charlotte Olympia sem þið sjáið hér er breskur fatahönnuður sem stofnaði samnefnt merki sitt árið 2008 eftir að hún útskrifaðist úr  London College of Fashion’s Cordwainer’s Footwear Design Course. Fyrsta skólínan hennar var frumsýnd sama ár en árið 2010 opnaði hún sína fyrstu búð. Núna rekur hún 10 búðir um allan heim sem mér finnst eiginlega fáránlega vel gert á svona stuttum tíma.

Línan sem Charlotte hannaði í samstarfi við MAC er innblásin af gömlu Hollywood tískunni og þeim flottu konum sem voru uppi á stóra skjánum á þeim tíma. Sjálf er Charlotte þekkt fyrir sinn retró stíl sem endurspeglast virkilega fallega í þessari línu.

IMG_3061

Eins og ég nefndi aðeins hér fyrir ofan þá fékk ég tvær vörur úr línunni til að sýna ykkur betur en ég varð bara svo innilega ástfangin af annarri vörunni að færslan er svolítið tileinkuð henni frekar en báðum. Varan sem ég féll gjörsamlega fyrir er Cream Colour Base í litnum Sepia sem er kremskyggingarvara.

IMG_3048

Ef þið eruð með ljósa húð og hafið verið að vandræðast með það að finna ykkar fullkomna skyggingarlit þá þurfið þið ekki að leita lengra! Ég hef ekki tölu á hversu mörg skyggingarpúður, dökka hyljara og kremskyggingarvörur sem ég hef prófað til að finna minn fullkomna lit en engin af þeim kemst með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Varan er því miður limited edition sem ég er búin að vera að bölva frá því ég prófaði hana fyrst því ég veit ekki hvernig ég á að geta sætt mig við það að skyggja andlitið með einhverju öðru þegar kremið loksins klárast. Ég hugsa jafnvel að ég fari og kaupi mér auka til að eiga þegar þetta klárast.

Ég viðurkenni fúslega að þetta er kannski ekki besta mynd af litaprufu sem ég hef tekið en ég hef ekki tíma til að taka aðra svo hún verður að duga :( Hafið samt í huga að liturinn er töluvert fallegri í raun en hann er á þessari mynd. Liturinn er fullkomlega hlutlaus þegar kemur að mínu litarhafti. Þetta þýðir að liturinn er hvorki hlý- né kaldtóna sem lætur hann skapa eins náttúrulega skyggingu og hægt er. Ég ber vöruna alltaf á þá parta andlitsins sem ég vil skyggja með RT Flat Contour burstanum mínum úr Bold Metals línunni og blanda svo vöruna með rökum förðunarsvampi. Næst set ég glært púður yfir til að skyggingin haldist allan daginn. Ég persónulega hef aldrei verið neitt ofboðslega hrifin af ýktri skyggingu en ég vil þó alltaf skyggja eitthvað ef ég er að gera mig fína en þessi vara gefur mér algjörlega frjálsar hendur þegar kemur að því hversu ýkt skyggingin á að vera. Það er auðveldlega hægt að byggja litinn upp til að fá djúpa skyggingu eða þá bera létt lag af henni til að skyggja örlítið.

Mac_cream_colour_base_sepia

Hér sjáið þið svo styrkleikaskala vörunnar og eins og þið kannski takið eftir þá er hann mjög jákvæður. Áferðin er að mínu mati æðisleg og mjúk, liturinn fer jafn á húðina og endist þar allan daginn. Ég hef reyndar alltaf fest vöruna með glæru púðri eftir notkun svo ég veit ekki hvernig liturinn endist á húðinni yfir daginn sé það ekki gert. Hinsvegar myndi ég aldrei sleppa að setja kremið með púðri því það gerir skygginguna svo miklu náttúrulegri.

IMG_3076

Hin varan sem ég fékk er þessi brúni blauti eyeliner. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekkert komist í það prófa þennan en mig langaði bara að leyfa honum að fljóta með svo þið gætuð séð hann betur. Aðalstjarnan í línunni fyrir mína parta er sú sem ég er búin að vera að fjalla um hér á undan :)

CHARLOTTE OLYMPIA LINEUPÁ þessari mynd sjáið þið svo alla línuna í heild sinni. Þið getið smellt á myndina til að stækka hana og skoðað betur hvað leynist í henni.

IMG_3041

Ég mæli samt svo innilega og svo ótrúlega mikið með því að þið kíkið á Cream Colour Base-ið í litnum Sepia því um leið og þið komið við vöruna sjáið þið um hvað ég er að tala og fallið fyrir henni samstundis. Ég lofa :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
powered by RelatedPosts