MAC x Caitlyn Jenner

Færslan er ekki kostuð

CJ1_landing_page_image_1240x508

Smá snyrtivörufréttir til að byrja helgina, hljómar það ekki vel? :) Í gær var tilkynnt um samstarf MAC við Caitlyn Jenner þó að sögusagnir um samstarfið hafa verið í gangi frá því raunveruleikastjarnan steig fyrst fram í sviðsljósið sem Caitlyn Jenner síðastliðinn júlímánuð. 

MAC er löngum orðið þekkt fyrir samstörf sín við fræga einstaklinga en þar má helst nefna Viva Glam línuna sem ég býð spennt eftir á hverju ári! Þá fær MAC til liðs við sig frægan einstakling til að kynna línuna og málefnið en 100% af allri sölu Viva Glam rennur til MAC AIDS fund. Talskona línunnar í dag er til að mynda Ariana Grande.

Áfram heldur MAC þó að láta gott af sér leiða en saman sköpuðu þau Caitlyn gullfallegan varalit sem ber nafnið Finally Free. 100% af ágóða varalitsins (sem kemur í sölu 7. apríl erlendis) rennur til MAC AIDS Fund Transgender Initiative sem leitast við að aðstoða stofnanir og samtök sem bæta líf transgender einstaklinga.

I wanted a name that I use, and which represents the community. This is who I am: Finally Free“ – Caitlyn Jenner

summer2016_maccaitlynjenner002Varaliturinn er rósaður nude litur með Crimsheen áferð og ætti að henta flestum húðtónum. Einhvern veginn grunar mig að þessi eigi eftir að seljast upp á nóinu þegar hann kemur inn á bandarísku vefsíðuna svo það er um að gera að hafa hraðar hendur ef að þið viljið næla ykkur í þennan gullfallega varalit og styrkja gott málefni um leið ❤️

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
Fashion Fanatic pallettan frá MAC
Ég fékk í hendurnar í gær þessa glæsilegu palllettu með MAC sem ég ætla að gera eitthvað flott áramótalúkk með á næstunni en mig langaði nú sam...
Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
powered by RelatedPosts