MAC Vibe Tribe

_MG_6191

Mig langaði að „tease-a“ smá MAC gleði áður en við förum inn í helgina en bráðum er væntanleg í verslanir hér á landi sumarlínan frá merkinu sem í ár kallast Vibe Tribe. Þemað í línunni er eins og þið sjáið einhverskonar aztec ættbálka þema en línan á þó að vera innblásin af tónlistarhátíðum eins og Cochella þó að umbúðirnar minni pínu á annað. Litirnir og mynstrin á umbúðunum eru klikkað flott að mínu mati en það er eitthvað við svona aztec mynstur sem mér finnst sjúklega sumarlegt enda klæðist ég oft leggings með svipuðum mynstrum á sumrin, en það er önnur saga :) Línan inniheldur fullt af ótrúlega flottum förðunarvörum en ég á eitt sólarpúður (bronzer) og einn augnblýant úr línunni til að sýna ykkur aðeins betur.

_MG_6164

Í línunni eru fjögur sólarpúður og eru tvö af þeim svokölluð Sculpt Defining sólarpúður sem þýðir að ásamt því að gefa andlitinu heitara yfirbragð hjálpa þau einnig við að móta lögun þess.

_MG_6128

Liturinn sem þið sjáið hér á myndunum heitir Golden Rinse og er studio-púður sem inniheldur smá ljóma þó að púðrið sé langt frá því að vera ljómandi.

_MG_6178

Hér sjáið þið litinn betur og einnig ljómandi áferðina sem ég skrifaði um hér á undan. Þetta er ljósari liturinn af litunum tveimur af þessari gerð en hann hentar rosalega vel fyrir okkur sem höfum ljósa húð. Ef þið eruð með dekkri húð þá mæli ég með því að þið lítið á dekkri litinn því að þessi mun líklegast ekki sjást vel á húðinni ykkar. 

Mac_Vibe_Tribe_bronzer

Það sem mér finnst best við þetta sólarpúður, fyrir utan endinguna og áferðina er styrkleikinn á litnum. Mér persónulega finnst rosalega erfitt að vinna með sólarpúður sem eru alltof litsterk og kýs frekar að nota þau sem eru litminni þar sem ég þarf að byggja litinn pínu upp á andlitinu til að fá hann nákvæmlega eins og ég vil. Þetta púður er einmitt þannig svo maður á í lítilli hættu með að setja of mikið af púðrinu á sig. Það er líka alltaf auðveldara að bæta við heldur en að taka af svo þetta er stór kostur að mínu mati :)

_MG_6172

Í línunni eru einnig þrír augnblýantar og ég er með litinn Snowed In til að sýna betur.

_MG_6149

Þessi er rosalega fallegur og frekar sérstakur en hann er fílabeinshvítur með mikilli sanseringu. Þennan hef ég notað mikið til að setja inn í neðri vatnslínuna þegar ég vakna á morgnana til að virðast vera aðeins meira vakandi en ég oftast er ;)

_MG_6159

Hér sjáið þið litinn betur aftan á handarbakinu mínu.

Mac_Vibe_Tribe_Snowed_In

Endingin á þessum augnblýanti er með eindæmum góð en ég var til dæmis með hann á mér í gær frá morgni til kvölds og það var örlítið farið að sjá á honum. Ég myndi því segja að endingin sé svona 6-8 tímar sem er þrælgott fyrir augnblýant í vatnslínunni! Litarstyrkleikinn er ekki mikill en hann gefur vatnslínunni svakalega fallegan bjarma án þess að hylja hana alveg.

Screen Shot 2016-05-19 at 19.26.21

Hér sjáið þið svo alla línuna í heild sinni en þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri.

_MG_6202

Æðisleg sumarlína í alla staði að mínu mati en hægt er að fylgjast með hvenær hún mætir í verslanir MAC hér á landi á Facebook síðum Mac Kringlunni og MAC Debenhams.

P.S. Ég var að taka eftir því að Brooke Candy línan fer í sölu í MAC Kringlunni í dag ef einhver vill ekki missa af henni :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
powered by RelatedPosts