MAC Versicolour

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_5251

Mig langaði að gefa ykkur pínu „sneak peak“ af nýrri vöru sem er að lenda í verslunum MAC Kringlunni og Debenhams næstkomandi fimmtudag. Varan ber heitið Versicolour og mun koma til með að vera í fastri sölu hjá MAC. Ég sá tilkynningu um vöruna fyrst á alþjóðlegu Instagram síðu fyrirtækisins fyrir ekki svo löngu og hún greip augað mitt alveg um leið og ég sá hana. Umbúðirnar eru einstaklega fallegar og svolítið öðruvísi en þessar típísku gloss umbúðir sem flestir kannast við og ég held að það hafi verið aðal ástæðan fyrir því að varan fangaði athygli mína :)

_MG_5249

Eins og alltaf þá skiptir innihaldið að sjálfsögðu meira máli en umbúðirnar svo við skulum aðeins fara yfir vöruna sjálfa! Versicolour litirnir eru mitt á milli þess að vera varastain og gloss en þegar maður ber vöruna á sig þá hefur hún glansandi áferð sem dofnar þó á næstu klukkutímum en skilur eftir sig fallegan og náttúrulegan lit eða „stain“ á vörunum. Þegar þú berð vöruna á varirnar er áferðin frekar blaut til að byrja með en þornar svo smátt og smátt og verður frekar lík áferðinni á varasalva eða varalit. Áferðin er því aldrei klístruð á meðan glansinn endist sem er stór kostur í mínum augum þar sem ég persónulega þoli ekki að finna fyrir klístri á vörunum. Lyktin af vörunni er svo dásamleg! Mér finnst hún vera aðeins daufari en af MAC varalitunum en á sama tíma nær hún að vera rosalega sæt og girnileg og lyktar pínu eins og vanillukaka eða nammi :)

Burstinn sem fylgir litnum er skáskorinn sem gerir það að verkum að ásetning verður mjög auðveld og þar að auki er burstinn líka mjög stór svo það tekur enga stund að hylja varirnar með vörunni. Á myndinni hér til hægri getið þið séð litaprufu af litnum Ceaseless Energy á handarbakinu mínu. Liturinn er örítið dekkri á vörunum en hann er í túpunni svo ég mæli með því að þið farið í MAC og prófið þá liti sem ykkur langar í áður en þið kaupið eða pantið þá svo þið fáið nú alveg pottþétt afgreiddan þann lit sem þið hafið í huga.

_MG_5396

Hér sjáið þið svo hvernig liturinn kemur út á vörunum mínum. Glansinn entist í sirka tvo tíma hjá mér ef ég borðaði ekki en liturinn entist í sirka fjóra. Eftir það var hann svolítið farinn að eyðast yst á vörunum en var þó enn litsterkur í miðjunni. Hér fyrir neðan sjáið þið svo styrkleikaskala vörunnar.

Screen Shot 2016-04-18 at 22.28.24

Screen Shot 2016-04-18 at 22.25.12

Litaúrvalið á Versicolor vörunni er vægast sagt gott en eins og þið sjáið er mikil áhersla lögð á fallega og fjölbreytta bleika tóna. Ég heillast samt alveg rosalega af nude litunum tveimur sem þið sjáið hér lengst til vinstri á myndinni og hugsa að þeir geta verið mjög flottir í sumar :)

_MG_5249

Ég myndi segja að þetta væri flott vara til að hafa í veskinu allan ársins hring ef maður vill fá sterkari lit á varirnar án þess að setja á sig varalit eða gloss. Ég ætla jafnvel að ganga svo langt og segja að þetta sé sniðug snyrtivara fyrir útileiguferðir í sumar handa þeim sem vilja setja smá lit á varirnar sem mun endast út kvöldið við varðeldinn :) 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
powered by RelatedPosts