4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

MAC Future

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

FUTURE MAC BEAUTY

Það verður nú að segjast að MAC er búið að standa sig með prýði á þessu ári og er sífellt að tilkynna hverja línuna á fætur annarri og nú síðast í vikunni tilkynntu þeir um komu Lukkutrölla línu næstkomandi haust! Future línan mætir hinsvegar í verslanir MAC hér á landi í dag og í tilefni af því langar mig að sýna ykkur línuna í heild sinni ásamt tveimur vörum úr henni sem ég fékk til að sýna ykkur aðeins betur :)

IMG_5494

Byrjum á vörunum tveimur en þær sjáið þið á myndinni hér fyrir ofan. Ég missti mig pínu í framtíðarþemanu í myndatökunni eins og þið kannski takið eftir ;) Í línunni er meðal annars að finna tvö ljómapúður ásamt fimm varalitum en ég fékk eitt ljómapúður og einn varalit til að prófa.

IMG_5508

Varaliturinn á myndinni heitir Cybernaut en hann er ljós nude litur með bleikum undirtón. Liturinn er hvorki hlýtóna né kaldtóna heldur frekar hlutlaus þegar kemur að hlýleika svo hann ætti að henta flestum húðlitum vel. Umbúðirnar á varalitnum eru ótrúlega skemmtilegar og passa vel inn í framtíðarþemað í línunni en lokið festist á með segli sem má finna í botninum á þeim. Það er því nóg að renna lokinu smá á túpuna sem sér þá sjálf um að festa lokið á.

IMG_5506

Hér sjáið þið betur varalitinn sjálfan. Áferðin á honum er glansandi og gefur vörunum létta þekju ásamt því að vera mjög mjúk og rakagefandi. Ég prófaði til dæmis að setja varalitinn á mig um daginn þegar ég var með ágætlega mikinn varaþurrk til að sjá hvernig hann myndi standa sig undir þeim aðstæðum og hann stóð sig alveg með prýði í þeirri prófraun og veitti vörunum mínum góðan raka.

_MG_5380

Hér sjáið þið svo litinn á vörunum mínum. Eins og þið sjáið þá gefur hann létta þekju en þar sem hann er bæði mjúkur og nærandi fyrir varirnar átti hann það stundum til að renna smá í línur þeirra. Ég mynd því mæla með að nota einhverskonar varagrunn (primer) eða skrúbba varirnar vel áður en þið notið þennan til að koma í veg fyrir það. Annars hef ég ekkert annað út á hann að setja enda ótrúlega fallegur og umfram allt þægilegur varalitur.

MAC_Cybernaut

Varaliturinn entist í sirka 2-3 tíma á vörunum mínum og stóð sig ágætlega þegar ég borðaði með hann en þá hvarf að sjálfsögðu eitthvað smá af litnum. Ég fann ekki mikið fyrir honum á vörunum sem mér finnst alltaf vera góður kostur en ég fann þó fyrir rakanum sem hann veitti þeim sem er alls ekki verra :) 

IMG_5498

Þá er komið að aðalstjörnunni í línunni að mínu mati! Ég fékk svona „ómæ“ tilfinningu þegar ég sá þetta ljómapuður í fyrsta skipti og eftir að hafa prufað það er ég ekki frá því að þetta sé orðið nýja uppáhalds ljómapúðrið mitt! Þar sem ég er með mjög ljósa húð hef ég lengi verið að leita að hinu fullkomna ljómapúðri sem er ekki of gyllt eða hlýtóna en aldrei fundið það eina rétta. Lunch Money frá Colour Pop hefur hingað til komið næst því en ekki lengur!

IMG_5510

Ljómapúðrið sem er í litnum Otherearthly samanstendur af þremur litartónum sem skapa fallegan ljósan ljóma með bleikum/rósgylltum undirtónum. Efsti liturinn í púðrinu er fallegur koparlitur, annar liturinn er iridescent bleikur sem orðabókin þýðir sem lithverfur bleikur og þriðji liturinn er silfur. Það er smá filma ofan á hverjum og einum lit en það tekur enga stund að vinna sig í gegnum hana.

IMG_5512

Hér sjáið þið litaprufu af hverjum og einum lit ásamt öllum litunum blönduðum saman. Neðst sjáið þið koparlitinn og efst sjáið þið alla litina saman. Ég sá ekki alveg fyrir mér hvernig sá silfurlitaði myndi virka í ljómapúðri en hann er klárlega sá sem bindur litina saman og kemur í veg fyrir að púðrið sé of hlýtóna og of gyllt. Hann sér því til þess að liturinn á ljómanum sé algjörlega fullkominn fyrir ljósa húð.

_MG_5362

Hér sjáið þið svo ljómapúðrið á kinnbeininu mínu. Það gefur mjög náttúrulegan ljóma og hægt er að byggja upp litinn eins mikið og maður vill en lítið af vörunni fer þó langa leið. Það er svo engin skylda að nota alla litina í einu en það er alveg hægt að leika sér með þá fram og tilbaka. Hér á augunum setti ég til dæmis smá af bleika litnum úr ljómapúðrinu til að birta yfir augnsvæðið. Það kom einstaklega vel út :)

MAC_Otherearthly

Styrkleikaskalann fyrir ljómapúðrið sjáið þið hér. Eins og með flest önnur ljómapúður þá gerir Fix+ frá MAC gæfumuninn en það hjálpar til við að bræða púðrið saman á kinnbeinunum svo ljóminn verður sem allra náttúrulegastur. Ef þið hafið ekki prófað að nota Fix+ með ljómapúðrum áður þá get ég ekki mælt nógu mikið með því!

_MG_5384

Hér er ég svo bæði með ljómapúðrið og varalitinn á mér og þið getið séð hversu fallega báðar vörurnar tóna saman. Ég er allavega virkilega skotin í þessu kombói og veit ég á eftir að nota það mikið! ;)FUTURE MAC LINEUP2Screen Shot 2016-04-21 at 20.43.29

Línuna í heild sinni getið þið séð á þessum myndum en hún samanstendur af varlitum, glossum, kinnalitum, ljómapúðrum, ljómadropum, naglalökkum, förðunarburstum, augnskuggum, augnglossum, maskara, eyelinerum og augnhárum. Sem sagt mjög stór lína sem er stútfull af girnilegum vörum sem koma því miður í takmörkuðu magni svo fyrstur kemur fyrstur fær!

IMG_5496

Þetta er rosalega vegleg lína frá MAC að þessu sinni sem inniheldur fullt af spennandi vörum. Mig langar pínu að skjótast á eftir og pota smá í hitt ljómapúðrið því mér líst svo vel á það á þeim myndum sem ég hef séð svo ég hugsa að ég láti það eftir mér! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
powered by RelatedPosts