Mac Cinderella

Færslan er ekki kostuð

heart-2

Eins og eflaust einhverjir vita þá er nýjasta línan frá MAC komin í sölu (og að mestu uppseld, fyrir utan burstana) í Bandaríkjunum! Línan er innblásin af nýju Disney myndinni Cinderella sem er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi þrettánda mars. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að MAC fer í samstarf við Disney og hafa þeir áður komið með línur eins og Maleficent og Venomous villains. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur úr línunni sem mér finnst sérstaklega fallegar en línan er væntanleg í MAC verslanir hér á landi einhverntíman í mars (eftir því sem ég best veit). Allar vörurnar úr línunni (líka þær sem ég nefni ekki) getið þið skoðað hér.

pretaeloira13-copy

 

Stroke of Midnight – Hér erum við að tala um augnskuggapallettu með sex mjög náttúrulegum litum sem gætu í rauninni hentað fyrir hvaða tilefni sem er. Ég er búin að vera að lesa mig til um pallettuna á netinu og ég veit að mjög margir urðu fyrir vonbrigðum með hana. Það var þó ekki vegna þess að gæðin voru léleg heldur inniheldur pallettan aðeins einn nýjan augnskugga (litinn Stroke of Midnight) en allir hinir augnskuggarnir hafa nú þegar verið fáanlegir hjá MAC. Ég hefði kannski viljað að þeir myndu henda inn einum ljósbláum lit í stíl við kjólinn hennar Öskubusku til að „poppa“ aðeins upp á pallettuna en maður verður þó að viðurkenna að þessir litir eru meistaralega paraðir saman. Ef þú værir til dæmis að fara í frí þá væri í rauninni nóg að taka þessa bara með því það er hægt að skapa svo margar mismunandi aunfarðanir með henni, allt frá dagsförðun til kvöldförðunar.

Cinderella Studio Eye Gloss – Þetta er varan sem ég er hvað mest spenntust fyrir og hvað mest hræddust við. Þessu er lýst sem gloss fyrir augun og já þegar ég skrifa gloss þá meina ég gloss. Þetta getur bæði verið notað eitt og sér til að skapa fallegan gljáa þar sem það eru agnir í glossinu sem endurkasta ljósi, eða til að ýkja augnskuggapigment. Umsagnir á netinu segja flestar hverjar að þetta sé frekar klístrað eins og gloss eru almennt þannig að ég veit eiginlega ekki hvernig það er að hafa eitthvað svona klístrað á augnlokinu. Samt er ég ógeðslega til í að pota aðeins í þetta og testa, það er alltaf svo spennandi þegar að það kemur einhvern nýjung.

Cinderella Pigment – MAC pigmentin eru löngu orðin víðfræg en hér bætast við tveir nýjir litir. Sjá fjólublái heitir Evil Stepmother og sá bronslitaði heitir Pretty It Up. Ég veit ekki með ykkur en ég elska svona purpuru augnskugga og ég held jafnvel að þessir tveir saman gætu skapað alveg klikkaðislega flotta smokey förðun!

 

Cinderella Fluidline – Tveir Fluidline gel eyelinerar eru hluti af línunni og eru þessir glitrandi. Sá svarti sem þið sjáið á myndinni kallast Little Black Bow en sá litur hefur áður verið til hjá MAC. Liturinn er svona steingrár með mjög fínum silfurlituðum glitrandi ögnum. Hinn liturinn kallast Macroviolet og hefur hann einnig verið til hjá MAC áður. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það pínu svekkjandi. Ég kýs alltaf frekar að þeir komi með einhverja nýja tóna í svona línur. En allavega Macroviolet er glitrandi fjólublár og sjúkur. Það er eiginlega ekkert meira sem ég get sagt, hann er bara sjúklega flottur 🙂

Cinderella Lipstick – Varalitirnir í línunni eru tveir. Sá fremri hér kallast Free as a Butterfly og er lýst sem nokkuð gegnsæum glansandi gylltum nude lit og já það var algjörlega nauðsynlegt að hafa svona mörg lýsingarorð í þessari setningu 🙂 Liturinn hefur ekki verið til áður hjá MAC sem er stór plús og ég held að hann gæti verið alveg fullkominn fyrir vorið og sumarið (ef það lætur einhverntíman sjá sig). Hinn liturinn er meira bleiktóna og heitir hann Royal Ball. Eins og hinn varaliturinn er þessi líka glansandi. Ég veit eiginlega ekki hvorn af þessum ég myndi velja að kaupa mér. Þeir eru báðir svo fallegir og á sama tíma hversdagslegir sem ég er að fíla í botn.

Cinderella Beauty Powder og Cinderella Iridecent Powder – Púðrið fyrrnefnda er í litnum Mystery Princess og er lýst sem beigelituðu með silfur glans. Það á sem sagt að gefa andlitinu vægan og eðlilegan ljóma. Þetta púður inniheldur örlitlar silfraðar glimmeragnir sem eiga að grípa ljósið og þannig birta yfir andliti þínu. Fyrst var ég rosalega spennt fyrir þessu púðri en svo þegar ég googlaði og skoðaði litaprufur þá leist mér ekki jafn vel á það, finnst það aðeins of glimmerað fyrir minn smekk…en það er bara ég. Glimmer hræðir mig. Hitt púðrið er í litnum Coupe D’Chic og er því lýst sem ferskjulitaður bleikur með gylltum glans. Ólíkt hinu púðrinu þá inniheldur þetta meiri glans og því meiri örfínar glimmeragnir nema nú eru þær gylltar og gefa því andlitinu aðeins hlýlegra yfirbragð heldur en hitt.

maccinderella_ambient

Þegar á heildina er litið og horft er framhjá því að margir litir hafa nú þegar verið í boði hjá MAC, þá er þetta virkilega falleg lína. Umbúðirnar eru klikkaðislega flottar þær eru svona ljósbláar með perluglans alveg eins og kjólinn hennar Öskubusku svo þeir hittu naglann alveg á höfuðið þar og ég veit ekki hvort ég myndi týma að setja þessar í snyrtiskúffuna mína strax. Þær myndu fá að sitja aðeins ofan á snyrtiborðinu og fá að vera til sýnis, svo fallegar eru þær 🙂

Vonandi höfðuð þið gaman af að lesa þessa rullu hjá mér og allar þessar pælingar en markmið mitt er að reyna að koma með svona fréttir annað slagið þegar að eitthvað nýtt og spennandi er væntanlegt hvort sem það sé hérna heima á þessu skeri okkar eða úti í heimi svo fylgist með!

P.S. Fyrir ykkur hin sem hafa ekkert gaman af snyrtivörum eða pælingum tengdum þeim þá er hér trailerinn fyrir bíómyndina. Ég get ekki beðið!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
powered by RelatedPosts