Lúxusilmur

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

img_0461

Jæja svona fyrst það er aðeins farið að styttast í jólin má ég byrja á jólagjafahugmyndafærslunum… ef það er yfirhöfuð orð! Ef það er eitthvað sem að er klassískt að gefa á jólunum og klikkar sjaldnast þá er það góður ilmur. Það eru margir sem tíma aldrei að kaupa ilmi fyrir sjálfan sig svo jólin eru alltaf kjörið tækifæri til að gleðja einhvern slíkan einstakling með flottum lúxusilm.  Þegar ég fékk þennan Fleur de Parfume ilm frá Chloé í hendurnar um daginn var það einmitt fyrsta tilfinningin sem ég fékk… lúxus! 

img_0464

Ilmurinn sjálfur kemur í ótrúlega fallegu glasi sem að myndi svo sannarlega prýða sig vel á hvaða snyrtiborði sem er. Ég á ennþá eftir að finna hinn fullkomna stað fyrir mitt glas en mér finnst það eiginlega vera meira eins og stofustáss frekar en ilmvatn svo ég tími ekki að setja það í ilmvatnshilluna mína. Ég er svo hrædd um að það njóti sín ekki nógu vel í flórunni þar. Glasið er mjög gamaldags og klassískt og að mínu mati myndi það klárlega prýða sig vel við hliðina á Chanel N°5 ef þið eigið svoleiðis enda svipaður bragur yfir glösunum.

img_0462

lmurinn sjálfur er afbrigði af upprunalega ilminum sem kom út árið 2008 en hann heldur í svipaðar nótur og er blómlegur og ferskur. Hér getið þið séð topp- hjarta- og grunnnótur ilmsins. 

Toppnótur

Verbena, Bergamot, Greipaldin

Hjartanótur

Rós, Kirsuberjablóm, Brómber, Ferskja

Grunnnótur

Hrísgrjón, Sedrusviður, White Musk

Ilmurinn á að líkja eftir bleikum rósarvendi en hann inniheldur meðal annars nótur af kirsuberjablómum, rósum, bergamot og sedrusvið sem að mínu mati hjálpa til við að gera hann bæði djúpan og ferskan. Það er kannski ekki auðvelt verk en honum tekst það.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Vorið frá Miu Miu
Það er háa herrans tíð síðan ég fjallaði um nýtt ilmvatn hérna inni og því um að gera að kippa því í liðinn! Nýlega kom á markað ný útgá...
powered by RelatedPosts