Lúkk með Sweet Peach pallettunni og nýjum varalit frá RIMMEL

Vörurnar í færslunni eru sýnishorn eða í einkaeigu

IMG_5735 (1)-2

Eins og ég skrifaði um í gær þá langaði mig að sýna ykkur mjög einfalt lúkk sem ég gerði síðustu helgi með Sweet Peach pallettunni. Þetta var lúkkið sem ég skartaði í Eurovision-partíi fjölskyldunnar svo í anda keppninnar leyfði ég litagleðinni að taka völdin. Smá útúrdúr – Hvað fannst ykkur annars um sigurlagið?… Ég er ekki alveg að fatta þetta en sitt sýnist hverjum :)

IMG_5738-2

Hér sjáið þið betur augnförðunina mína en í henni voru ferskjutónar í miklu aðalhlutverki. Ég notaði síðan fjólubláan lit til að skyggja með sem skapaði smá svona „sunset effect“ ef þið skiljið hvað ég meina.

IMG_5734-2

Hér getið þið séð aðeins betur hvað ég er að skrifa um. Ég ætlaði að vera rosalega villt og setja fjólubláa litinn frekar í innri augnkrók en ytri en gugnaði á því á síðustu stundu þar sem ég var hrædd um að það myndi líta út eins og ég væri með glóðurauga :)

Sweet_peach_lookÉg er alltaf að reyna að finna upp á nýjum leiðum til að útskýra betur hvað ég geri til að ná þeim augnförðunum sem ég sýni ykkur hér og er þetta sú nýjasta. Mér finnst þetta bara nokkuð góð uppsetning miðað við fyrstu tilraun en ég ætla nú samt að skrifa aðeins hvað ég gerði skref fyrir skref.

Ég byrjaði á því að taka litinn White Peach eftir að ég grunnaði á mér augnlokið og setti hann undir augabrúnina mína. Næst tók ég litinn Georgia og bar hann í glóbuslínuna. Það þarf svolítið mikið af þeim lit til að hann sjáist eitthvað á húðinni þar sem hann er svo ljós svo hafið það í huga. Næst tók ég litin Just Peachy og bar hann aðeins neðar í glóbusinn til að blanda enn betur út litinn sem ég setti næst á allt auglokið en það var liturinn Candid Peach. Næst tók ég litinn Delectable sem er gullfallegur sanseraður fjólublár, bar hann yst á augnlokið og dróg hann í glóbuslínuna með RT Duo Fiber Eye burstanum mínum. Þennan fjólubláa lit notaði ég sem sagt til að skyggja. Í innri augnkrókinn bar ég síðan litinn Nectar sem minnir mig pínu á Nylon frá MAC. Ég endurspeglaði svo förðinuna á augnlokinu meðfram neðri augnháralínunni og notaði litina númer 3, 5 og 6 til þess.

_MG_6482-2

Þar sem að augnförðunin mín var svona svakalega litrík kláraði ég förðunina með því að bera á varirnar nýjan varalit frá RIMMEL. Þessi er í litnum 100 – Woke Up Like This og er mjög gegnsær ferskjutóna bleikur. Þessi er í varlitalínunni Moisture Renew Sheer & Shine og ilmar eins og svo skemmtilega vill til af ferskjum. Ég veit ekki hvort að þetta sé nýja lyktin af RIMMEL varlitunum en ef svo er þá er hún miklu betri en sú gamla. Þessi lykt er rosalega fersk og ilmar eiginlega alveg eins og Haribo ferskjunammið sem ég skreytti myndirnar af Sweet Peach pallettunni með í gær. Æðisleg!

IMG_5737-2

Mjög einfalt en litríkt lúkk sem er svo toppað með hinni gullfallegu Mary Lou á kinnbeinunum ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni eru sýnishorn eða í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts