Louboutin neglur

Ég fékk þá hugmynd um leið og Louboutin naglalökkin komu á markaðinn að endurskapa útlit skónna á nöglunum með því að mála með rauðu lakki undir neglurnar og svörtu lakki ofan á. Ég var greinilega ekki sú eina sem datt það í hug og kom það greinilega í ljós þegar ég fór að leita að almennilegum myndum. Ég prófaði þetta nefnilega um daginn þegar ég var komin með nógu langar neglur og tók nokkrar myndir sem voru bara engan veginn nógu góðar né lýsandi fyrir hversu töff þetta lúkk er svo ég fékk þessar hér fyrir ofan lánaðar af Google til að sýna lúkkið betur. Ég tími reyndar ekki að kaupa mér Louboutin naglalakkið sem kostar alltof mikið að mínu mati. Ég myndi kannski kaupa það upp á punt á snyrtiborðinu því flaskan er svo klikkaðislega flott en ég myndi aldrei kaupa það fyrir lakkið. Það er því hægt að nota bara svipað rautt naglalakk sem þið eigið til í skúffunni ykkar til að setja undir neglurnar. Mér finnst þetta óendanlega töff og alltaf gaman að skreyta líka undir neglurnar þegar þær eru orðnar nógu langar, það setur einhvern veginn alltaf punktinn yfir i-ið.

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts