L’Oréal leirmaska launch

_mg_2499

Í gær skrapp ég ásamt fallegu systur minni í æðislegt kynningarteiti fyrir nýju leirmaskana frá L’Oréal. Maskarnir eru að rata í verslanir í dag en þeir eru allavega pottþétt komnir í Lyf og heilsu Kringlunni þar sem teitið ver einmitt haldið þar. Við fengum góða kynningu á hverjum og einum maska þetta kvöld en allt í allt eru þetta þrír mismunandi maskar sem eiga að hjálpa til við að hreinsa og lífga upp á húðina. Ég fór að sjálfsögðu vopnuð myndavélinni minni og smellti af örfáum myndum til að deila með ykkur. Einnig  var ég með Instagram Stories hjá Belle.is svo þið getið séð fleiri myndir og myndbönd úr boðinu þar inni en það hverfur þó eftir nokkra klukkutíma svo hafið hraðar hendur ef þið viljið kíkja á það :) 

_mg_2495

_mg_2507

_mg_2544

Alltaf er ég veik fyrir að taka myndir af flottum mat og þessar svörtu makrónur voru ÆÐI!

_mg_2504

_mg_2521

_mg_2527

Multimasking er eitthvað sem ég hef stundað lengi en þá eru mismunandi maskar notaðir á mismunandi svæði andlitsins en í gær fengum við að sjá nokkrar multimasking aðferðir.

_mg_2535

_mg_2538

Hér eru allir maskarnir notaðir en mér fannst rosalega gaman að sjá öll multimasking mynstrin sem mynduðust fyrir hinar ýmsu húðgerðir.

_mg_2559

_mg_2548

_mg_2513

Ég prófaði svo maskana í fyrsta skipti í gærkvöldi og leyfði Instagram fylgjendum @Belle.is að fylgjast með því en ég vistaði niður stuttu myndskeiðin og setti þau inn á Youtube svo þau tapist ekki. Hér getið þið því séð smá svona „first impression“ myndband ásamt möskunum sem ég fékk með mér heim í poka. Ég mun síðan skella í nákvæma færslu með möskunum þegar ég er búin að prófa þá aðeins betur svo fylgist með því! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts