L’oréal 7 in 1 Saviour

Varan er í einkaeigu

Neglurnar mínar eru í algjöru rusli. Eftir flutninga eru þær brotnar, sprungnar, farnar að flagna og ég veit ekki hvað og hvað. Mér datt því í hug að segja ykkur aðeins frá uppáhalds naglavörunni minni í öllum alheiminum því hún er að bjarga mér þessa dagana. Þessi er algjörlega ómissandi hjá mér þegar ég fer að naglalakka mig og nota ég hana þá sem base coat undir lakkið mitt. Lakkið heitir La Manicure 7 in 1 Saviour og er í senn undirlakk og næring fyrir neglurnar.

Lakkið á að taka á öllum sjáanlegum veikleikum naglanna og í senn á það að:

1.Styrkja

2. Efla

3.Byggja upp yfirborðið

4.Koma í veg fyrir klofnun

5. Koma í veg fyrir að nöglin brotni upp

6. Koma í veg fyrir að nöglin flagni

7. Koma í veg fyrir að nöglin verði of hörð eða stíf

Lakkið gerir þetta allt fyrir mínar neglur nema atriði númer 7. Mér finnst lakkið alltaf gera neglurnar mínar harðari ef eitthvað er. Persónulega finnst mér betra að vera með harðar neglur frekar en linar svo það er bara fínt :)

Eins og ég kom inn á áðan þá nota ég lakkið alltaf sem base coat áður en ég lakka mig með einhverjum lit og finnst mér endingin á litnum verða miklu betri og flagna síður. Það er samt hægt að nota lakkið eitt og sér þar sem það er einnig næringarríkt og inniheldur E vítamín og Argan olíu. Fínt að nota það ef þú vilt gefa nöglunum þínum pásu og næra þær aftur eftir langa naglalakkatíð. Ég hef líka tekið eftir því að það minnkar töluvert gula litinn á nöglunum. Guli liturinn myndast ef að nöglin hefur ekki komist í snertingu við súrefni í einhvern tíma svo hann myndast oft þegar að við erum búin að vera að naglalakka okkur mikið og höfum ekki gefið nöglunum okkar pásu þar á milli. Ef að nota á lakkið sem næringu mæli ég með því að þú lakkir eina umferð af lakkinu yfir nöglina á hverjum degi í svona 4 til 5 daga. Þá ættirðu strax að finna og sjá mun á nöglinni. Ég geri það allavega :)

belle.is_

 

Hér sjáið þið svo hvernig lakkið lítur út á nöglunum. Þetta er þriðji dagurinn sem ég var með það á mér svo þetta eru þrjár umferðir. Eins og þið sjáið kannski þá eru neglurnar mínar ekkert gular og lakkið setur bjartan og fallegan glans á þær. Ég tók þessa mynd fyrir flutninga og neglurnar mínar eru langt frá því að vera svona langar og fínar núna :(

Ég mæli algjörlega með þessu ef þið eruð með vandamálaneglur eða ef ykkur vantar bara snilldar base coat.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts