Ljómatríó frá The Balm!

IMG_9081

Fyrir nokkrum vikum þegar þessi fallegi póstur kom inn um bréfalúguna mína vissi ég eiginlega ekki hvert ég ætlaði! Eftir miklar pælingar um hvort ég ætti að fjárfesta í einu ljómapúðri frá The Balm eða þessari pallettu sem þið sjáið hér ákvað ég að láta undan sjálfri mér og keypti pallettuna. Ætlunin var svo sem alltaf að kaupa hana en ég ætlaði að bíða þar til ég færi út og kaupa hana þar en ég gat ekki beðið þar sem að verðmunurinn var ekki nema 300 krónur hér heima (með afsláttarkóða) og úti í Bandaríkjunum. Úti hefði ég líka þurft að borga sendingarkostnað sem ég slapp við hérna heima. En nóg um það snúum okkur að pallettunni.

IMG_9050

Ljómapúðrin frá The Balm eru löngum orðin víðfræg og þá sérstaklega Mary-Lou Manizer púðrið sem ég held að nánast hver einasti „bjútí-gúrú“ hefur mælt með. Ég hef prófað þó nokkuð mörg ljómapúður undanfarin ár – allt frá MAC yfir í Becca, Physicians formula og fleiri – en ég verð að segja að þessi þrjú frá The Balm tróna á toppnum hjá mér. Púðrin eru einstaklega litsterk, formúlan virkilega mjúk og það þarf ekki nema örlítið af hverju púðri til að fá fallegan ljóma á húðina. Þið getið séð það betur í Strobing myndbandinu sem er væntanlegt á næstunni (ef ég drullast til að byrja að klippa það) en þar nota ég bæði Mary-Lou og Betty-Lou Manizer. Eftir að hafa notað Mary-Lou finnst mér eiginlega eins og ég hafi fundið hið fullkomna ljómapúður fyrir minn húðlit. Ég er þó en að leita að hinum fullkomna bursta til að bera highlighter á kinnbeinin en hann hef ég ekki fundið enn. Ef þið eruð með einhverjar ábendingar þá eru þær vel þegnar en ég hef þó eins og er augastað á Bold Metals Tapered burstanum frá RT. Sjáum hversu lengi ég stenst þá freistingu að fjárfesta í einum slíkum.

IMG_9066

Ef við förum aðeins yfir hvert púður fyrir sig þá liggur það við að byrja á Mary-Lou Manizer. Þegar ég fór til Parísar í sumar var The Balm merkið nýkomið til landsins og ég arkaði í hverja Monoprix búð á eftir annari til að leita að þessu fallega ljómapúðri en það var uppselt bókstaflega allstaðar. Það eina sem ég gat hugsað eftir allt brjálæðið sem var hjá The Balm sölustöndunum í París að ef Parísarkonur eru óðar í ljómapúðrið þá hlýtur það að vera gott merki þar sem þær vita oftar en ekki sitthvað um góðar snyrtivörur. Mary-Lou er fullkominn fyrir ljósa og mjög ljósa húð og hefur fallegan hungangsgylltan undirtón sem smellpassar við íslensku húðina okkar sem er í ljósari kantinum. Engin af þessum púðrum inniheldur glimmer sem mér finnst ótrúlega góður kostur því að ekkert skemmir góðan highlighter jafn mikið og glimmer (að mínu mati allavega).

IMG_9071

Næst höfum við Cindy-Lou Manizer. Hann er eins og þið sjáið mjög ferskjutóna bleikur og er því vel hægt að nota hann sem kinnalit. Ég myndi hinsvegar mæla með því að dusta honum létt yfir kinnarnar eftir að þið hafið látið á ykkur kremkinnalit því þá gefið þið honum fallegan ljóma án þess þó að hann sé of mikill. Ég hef líka prófað að blanda honum saman við Mary-Lou þar sem ég tek smá af honum á burstann ásamt Cindy-Lou. Sú blanda skapar fallegan bleiktóna ljóma sem hentar vel þeim sem eru með bleikan undirtón í húðinni.

IMG_9068

Síðast en ekki síst höfum við Betty-Lou Manizer. Þessi er augljóslega of dökkur til að nota sem ljómapúður á ljósa húð en fullkominn fyrir þær sem eru dökkar á hörund. Ekki samt örvænta og halda að þó þið séuð með ljósa húð þá getið þið ekki notað þenna lit því það er alls ekki málið. Ég nota þennan til dæmis sem sólarpúður til að hlýja aðeins yfirbragð andlitsins og í leiðinni gefa því heilbrigðan og fallegan ljóma. Svo er einnig hægt að nota hann sem augnskugga – en það á svo sem við öll púðrin. Passið ykkur samt á Betty-Lou því litapigmentin í honum eru ekkert djók og lítið fer mjög langa leið.

IMG_9121

Hér getið þið svo séð litaprufur af öllum ljómapúðrunum á ljósu hendinni minni. Það er alltaf frekar erfitt að ná myndum af ljómapúðrum því ljóminn týnist alltaf í ferlinu um leið og púðrið er „fest á filmu“. Vonandi sjáið þið samt nægilega vel litina og ljómann.

Að lokum (þó það tengist ekki beint vörunni) þá langaði mig að sýna ykkur umslagið sem ég fékk pallettuna í. Hversu krúttlegt! Ég pantaði mína pallettu á Akila.is (þó hún fáist einnig á fleiri stöðum) en þessi litlu skilaboð minntu mig pínu á Colour Pop sem senda alltaf handskrifuð skilaboð með sínum sendingum. Skemmtilegt „touch“ sem fékk mig til að brosa :)

Allt í allt er ég rosalega ánægð með pallettuna mín og fegin að ég hafi ákveðið af kaupa svona 3 fyrir 1 þó að stærðirnar eru örlítið minni heldur en í einu heilu ljómapúðri. Þessi er líka töluvert hentugari í ferðalög þar sem þú færð ljómapúður, kinnalit og sólarpúður í einni pallettu og getur því gripið hana með þér.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Mitt ljómakombó og burstinn sem ég nota
Mig langaði að sýna ykkur ljómakombóið sem ég er búin að vera að nota í allan desember og hefur hjálpað mér að ná alveg svakalega fallegum en e...
powered by RelatedPosts