4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Litaleiðrétting með L’Oréal

Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Þá er komið að fyrstu færslunni minni með nýju myndavélinni minni! Ég er ennþá að læra inn á hana en markmiðið með kaupunum á henni var að geta tekið myndir sem eru meira „true to life“ eins og maður segir á góðri ensku. Þetta er líka lítil og nett vél sem gerir mér lífið auðveldara þegar kemur að förðunarmyndatökum… en nóg um það og að færslu dagsins! Þegar ég fór á Sir John námskeiðið um daginn fékk ég með mér heim mjög veglegan gjafapoka frá L’Oréal og Reykjavík Makeup School en í honum leyndist þessi litaleiðréttinga palletta frá L“Oréal sem heitir Infallible Total Cover. Ég var laaaang spenntust fyrir þessari þegar ég sá að hún leyndist í pokanum enda hefur hún verið á óskalistunum í mjög langan tíma.

Fyrir þá sem ekki vita þá hjálpa litaleiðréttinga pallettur manni að jafna út allar lita misfellur í húðinni þannig að hún fái heilbrigðara og frísklegra útlit. Litaleiðrétting hefur verið heitasta trendið í förðunarheiminum undanfarið ár og ég held að nánast öll helstu förðunarmerkin eru komin með einhverskonar litaleiðréttingarvöru í úrvalið hjá sér.

Í Total Cover pallettunni er að finna fimm mismunandi liti en tveir af þeim eru notaðir til litaleiðrétta húðina en hinir þrír eru notaðir til þess að hylja og móta andlitið. Græni liturinn í pallettunni jafnar út roða í húðinni en sá fjólublái birtir yfir þeim svæðum sem þarfnast smá upplyftingar. Hyljararnir þrír í pallettunni eru síðan allir í mismundandi litatónum svo það er bæði hægt að nota þá til að hylja baugu eða önnur lýti á andlitinu og til að móta það.

Mig langaði að sýna ykkur hvernig ég nota pallettuna fyrir mína húð en það er að sjálfsögðu mikilvægast að þið horfið á ykkar eigin húð og áttið ykkur pínu á hvaða svæði þarf að litaleiðrétta. Ef að litur er settur á stað þar sem hann þarf í rauninni ekki að vera þá verður hann oft meira áberandi en hann yrði annars og hefur þá í raun þveröfug áhrif en þið sjáið hvað ég meina hér rétt á eftir. Á myndinni hér fyrir ofan getið þið hinsvegar séð að ég er pínu rauð í kringum nefið og á kinnunum. Ég er síðan með smávægileg fjólublá baugu undur augunum og dálítið þreytta húð yfirhöfuð. Ég er svo með afgang af bólu á miðju enninu sem er að sjálfsögðu rauð.

Á þau svæði sem eru rauð ber ég græna litinn á til að eyða út þessum roða. Þess vegna set ég græna litinn á kinnarnar, bæði á nefið og í kringum það sem og á bóluna mína á miðju enninu. Undir augun setti ég síðan ljósasta hyljarann sem hefur pínu gulan undirtón í sér sem að núllar út fjólubláa litinn undir augunum mínum. Fjólubláa litinn úr pallettunni set ég síðan á víð og dreif um andlitið þar sem ég vil lyfta húðinni aðeins upp og gefa henni extra búst.

Ég dreifði næst vel úr litunum með fingrunum en það er að sjálfsögðu hægt að nota bursta eða rakan svamp til að dreifa úr vörunni. Eins og þið sjáið þá hefur græni liturinn nú þegar dregið töluvert úr roðanum í húðinni minni. Fjólublái liturinn er aðeins meira áberandi á sumum svæðun en ég hafði viljað hafa hann en það þýðir bara, eins og ég kom inn á hér fyrir ofan, að ég hafði ekki þurft að setja jafn mikið af honum á þessi svæði og ég gerði.

Þegar ég er búin að leyfa öllu að þorna í góðar tvær til þrjár mínútur ber ég á mig farða eins og venjulega. Ég notaði farðann Infallible 24H Matte frá L’Oréal til að halda í L’Oréal þemað. Hér getið þið greinilega séð hversu mikill munur er á húðinni minni! Liturinn hennar er miklu jafnari og ég lít töluvert frísklegri út.

Litirnir í pallettunni eru mjög kremkenndir og mjúkir en þeir þorna samt þannig að þeir blandist nánast ekkert saman við farðann þegar að hann er settur á. Þetta þýðir að litaleiðréttingin helst á þeim stöðum sem þú settir hana á sem er að sjálfsögðu algjört lykilatriði þegar kemur að litaleiðréttingu. Virkilega flott palletta frá L’Oréal að mínu mati sem er líka mjög byrjendavæn fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í litaleiðréttingu.

Hafið þið prófað að litaleiðrétta húðina?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
powered by RelatedPosts