4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Listi fyrir Tax Free

1 (4)

Ég tók eftir því í gær að það eru Tax Free dagar á snyrtivörum í Hagkaup svo mér datt í hug að slá tvær flugur í einu höggi í færslu dagsins. Ég tók saman smá lista með nokkrum af þeim vörum sem ég hef notað mest í júní og mæli með ef ykkur langar að prófa að kaupa eitthvað nýtt á Tax Free dögum :)

1. Bobbi Brown Soothing Cleansing Oil

Þetta er eina hreinsivaran sem ég nota til að þrífa af mér farða. Ég hef fjallað um þessa áður og hún er orðin gjörsamlega ómissandi hjá mér. Hún er dýr en drjúg svo þið verðið að ákveða hvort skiptir ykkur meira máli.

2. Baby Lips Gloss í litnum Life’s a Peach

Virkilega fallegt og þægilegt gloss sem ég er búið að nota mikið í vinnunni undanfarið en þetta er gloss með kremáferð og léttum lit. Glossið nærir líka varirnar mínar vel sem kom mér nokkuð á óvart. Mér finnst til dæmis eins og þetta gloss veiti vörunum mínum meiri raka en Baby Lips varasalvarnir gera.

3. Lavera Cleansing Gel

Gelhreinsir frá Lavera sem ég nota alltaf með hreinsiburstanum mínum til að þrífa húðina á kvöldin. Virkilega þægilegur hreinsir sem freyðir vel þegar hann er notaður en það er alltaf stór kostur í mínum bókum :)

4. Rimmel Lasting Finish Nude Collection varalitur eftir Kate Moss í litnum 45

ÞESSI VARALITUR!!! Ég bjóst alveg ekki við að elska þennan varalit jafn mikið og ég geri og því var ég ekki búin að taka mynd af honum áður en ég notaði hann. Eins og þið sem fylgist reglulega með færslum mínum á síðunni hafið kannski tekið eftir þá tek ég alltaf myndir af vörum áður en ég prófa þær svo vörurnar eru allar rosalega fínar og snyrtilegar við hverja myndatöku. Ég klúðraði því samt með þennan varalit og núna er hann orðinn alltof notaður til að taka mynd af honum og því er ég ekki búin að skrifa um hann en hann er æðislegur! Liturinn af honum er svona „mínar varir nema betri“ litur… ef þið skiljið hvað ég meina. Fullkominn nude litur fyrir fólk með ljósa húð.

5. Rimmel Match Perfection hyljari

Þessi hyljari er nýr í vöruúrvalinu hérna heima og ég er búin að nota hann mjög mikið síðustu vikur. Hann hylur rosaleg vel og minnir mig pínu á True Match hyljarann frá L’Oréal sem er minn allra uppáhalds. Það eina sem ég get í rauninni sett út á hann er þessi túpa því mér finnst skemmtilegra að hafa hyljarann minn með sprota frekar en bursta. Ég get samt litið framhjá því fyrst að varan er svona góð :)

6. Not your Mothers Way To Grow sjampó og hárnæring

Sjampó og hárnæring sem ég keypti mér einmitt á síðustu Tax Free dögum hjá Hagkaup. Virkilega góðar hárvörur fyrir þá sem eru ekki með mjög þurrt hár og vilja fá létta og mjúka áferð á hárið. Ég mun klárlega kaupa mér þetta aftur þegar ég er búin með það sem ég á til núna.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
Hátíðarlúkk #3 (Gigi) - SÝNIKENNSLA
Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline ...
powered by RelatedPosts