Lip Scrubtious frá MAC

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_4245

Mikið vona ég að þið hafið átt skemmtilegri síðustu tvo daga en ég! Ég er búin að liggja í einhverri flensu og jeminn eini hvað það er leiðinlegt, ég sver það er ekkert leiðinlegra en að vera veikur! Ég skrifaði þessa færslu í síðustu viku og steingleymdi að birta hana útaf þessum veikindum svo hér er hún :)

Í síðustu viku rötuðu í MAC nýju Lip Scrubtious varaskrúbbarnir og ég var svo heppin að fá eitt stykki af þeim til að prófa og sýna ykkur betur ef mér líkar vel. Skrúbbarnir eru 5 talsins og eru allir með sína einstöku lykt og lit. Ég fékk bleikasta litinn en hann heitir Fruit of Passion og angar létt af sætum ávöxtum. Lip Scrubtious er sykurskrúbbur sem að skrúbbar í burtu dauðar húðfrumur af vörunum en sykurinn er geymdur í þéttri olíu, meðal annar jojoba olíu sem sér um að næra varirnar á meðan þú skrúbbar.

IMG_4246

Þessi litur sem að ég fékk til að prófa er ekki sá litsterkasti af þeim sem eru í boði (sjá hina litina HÉR) en hann skilur þó eftir sig ogguponsupínulítinn lit á vörunum eftir að ég skola skrúbbinn af. Ekki láta það hræða ykkur samt því að liturinn sem að hann skilur eftir sig er mjög náttúrulegur og fallegur. Lyktin af skrúbbnum er heldur ekki of sterk svo þetta er í rauninni rosa flottur og mildur skrúbbur sem að gerir það sem hann segist ætla að gera. Ég persónulega mæli alltaf með að nota varaskrúbb reglulega til að hreinsa varirnar og þá sérstaklega áður en þið berið á ykkur varalit. Ég hef nokkrar svona „don’ts“ þegar kemur að förðunum og það sem mér finnst allra verst að sjá eru þurrar varalitaðar varir… það er bara eitthvað við það sem fer í mig? Þannig ef þið eruð eins og ég í þeim málum þá er varaskrúbbur algjör nauðsyn! ;) 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
Fashion Fanatic pallettan frá MAC
Ég fékk í hendurnar í gær þessa glæsilegu palllettu með MAC sem ég ætla að gera eitthvað flott áramótalúkk með á næstunni en mig langaði nú sam...
Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
powered by RelatedPosts