Linda með sína eigin snyrtivörulínu!

Færslan er ekki kostuð

lhlogga

Ég vona innilega að ykkar helgi hafi verið betri en mín en ég er búin að liggja frá alla helgina með streptókokka sem er alveg einstaklega óskemmtilegt. Ég er nú samt sem betur fer öll að koma til enda nóg að gera hér á síðunni! Það hressti mig þó mjög mikið við þegar ég sá á Instagram að förðunarsnillingurinn Linda Hallberg er að gefa út sína eigin snyrtivörulínu! Ef þið kannist ekki við Lindu þá mæli ég klárlega með því að þið kynnið ykkur hana því að mínu mati er hún án efa frumlegasti förðunarbloggarinn. Hún kemur með nýtt lúkk á hverjum degi og þau eru alltaf jafn skapandi og skemmtileg.

Förðunarlínan á að fara í sölu 7. október og ég ætla svo sannarlega að vera með puttann á takkanum til að næla mér í einhverjar vörur úr henni en á meðan mun ég krossa þá og vona að hægt verði að senda til Íslands!

Ekkert smá spennandi snyrtivörufréttir til að fara með inn í nýja viku! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
powered by RelatedPosts