Liðir í hárið: Sýnikennsla

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_1394

Mig langaði að sýna ykkur hvernig ég geri liði í hárið mitt þegar ég er að fara eitthvert fínt. Þetta er mín gó 2 hárgreiðsla þegar ég nenni ekki að gera einhverja svaka greiðslu en langar samt ekki að vera með slétt hár Ég er með náttúrulega slétt hár og það er í rauninni svo slétt að það er eins og ég hafi tekið straujárn og straujað yfir það… alltaf. Ég hef verið að setja í mig svona liði frá því ég var í menntaskóla en þeir hafa alltaf lekið úr eftir nokkra klukkutíma svo ég er mjög fegin að hafa loksins fundið sprey til að hjálpa slétta hárinu mínu við að halda krullunum! Ég kem að því aðeins neðar en þessa liði er ég til dæmis með á höfundarmyndinni minni hér á síðunni en þá voru þeir aðeins búnir að leka úr, enda notaði ég ekki spreyið þá.

_MG_1260

En byrjum á sýnikennslunni! Það er nauðsynlegt að byrja á því að spreyja hitavörn í hárið í hvert einasta skipti sem nota á hituð tól, hvort sem það er sléttujárn eða krullujárn. Ég prófaði þessa Feel the Heat hitavörn frá Fudge Urban um daginn og finnst hún virka mjög vel.

_MG_1250

Ég byrja með nokkuð slétt hár og spreyja hitavörninni í allt hárið en sérstaklega í endana þar sem þeir eru í mestri hættu fyrir hitanum. Við viljum því að þeir séu vel varðir svo þeir slitni ekki en stúturinn á þessari flösku sér til þess að hitavörnin úðist vel yfir allt hárið en ekki bara á staðinn sem ég beini flöskunni.

_MG_1265

Næst tek ég elsku besta keilujárnið mitt frá Babyliss en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvort að þessi týpa fáist enn í dag enda mörg ár síðan ég fékk hana í afmælisgjöf. Það eru samt til billjón tegundir af keilujárnum svo þið ættuð ekki að vera í vandræðum með að finna eitt sem hentar ykkur.

_MG_1280

Ég stilli keilujárnið á 180° og tek svo sirka 2 cm breiðan lokk í hvert skipti og vef honum þéttingsfast utan um járnið. Ég bíð í nokkrar sekúndur og sleppi svo takinu á lokknum. Ég krulla alltaf fremstu lokkana frá andlitinu mínu en þá aftari krulla ég hist og her. Ég hef gert þetta svo oft að ég nota oftast ekki hanskann sem fylgir járninu en ég hefði betur gert það núna því ég brenndi mig á puttanum og brá svo mikið að ég sló brennandi heitu járninu í kinnina mína. Núna er ég með myndarlegt brunasár á vanganum – flott Rannveig!

_MG_1292

Þegar þið losið lokkinn mun hann líta einhvern veginn svona út. Það er ekki verra að halda lokknum saman í lófanum eftir að þið losið hann af járninu og láta hann kólna þar. Þá mun krullan haldast lengur yfir daginn.

_MG_1299

Klárið að krulla alla lokkana og þegar þið hafið lokið því munuð þið líta út eins og fermingarbarn með slöngulokka á 10unda árataugnum en ekki hafa áhyggjur af því, við munum laga það! ;)

_MG_1311

Næst takið þið fingurna og greiðið vel úr krullunum. Hér þurfið þið ekkert að vera of vandvirk eða mjúkhent, aðalatriðið er að skilja vel úr krullunum.

_MG_1329

Næst tek ég töfraspreyið sem ég talaði um í byrjun færslunnar en þetta er Texture Spray frá Fudge Urban. Þetta er reyndar sprey sem er ætlað til að gefa hárinu meira lyftingu og áferð sem það og gerir en mér finnst það halda krullunum í hárinu mínu einstaklega vel.

_MG_1338

Ég spreyja spreyinu í allt hárið og greiði samtímis í gegnum hárið með fingrunum. Það er líka allt í góðu að hrista pínu upp í hárinu svo spreyið nái allastaðar. Passið ykkur samt að vera með lokaðan munn þegar þið spreyið því það kemur svolítið mikið úr brúsanum og það er ekki gott bragð af því haha!

Og þá er það komið! Fullkomnir liðir sem tekur í rauninni enga stund að gera því það sem gerir þá fullkomna er að þeir eru alls ekki fullkomnir! :)

_MG_1401

Ég fékk svo um daginn svona fjólubláan hárkrít frá Fudge Urban til að prófa og ákvað að vera „mega flippuð“ og skella honum í endana á hárinu bara til að prófa.

_MG_1432

Liturinn sást kannski ekkert alltof vel og hann kom út í bleikari kantinum á hárlitnum mínum en mér fannst þetta samt eitthvað svo kúl. Ég veit ég mun aldrei þora að lita hárið mitt í einhverjum svona fríkuðum lit svo það var mjög gaman að geta prófað það í einn dag og svo skolað það úr (sem var ekki erfitt því liturinn festist ekki).

_MG_1407

En þar hafið þið það! Vonandi höfðuð þið gaman af þessari sýnikennslu hjá mér en ég er strax farin að plana næstu sýnikennslu sem ég get vonandi birt strax í næstu viku. Það er svo mikill munur að vera loksins komin með stúdíóljósin mín upp og geta tekið almennilegar sýnikennslumyndir! Næsta sýnikennsla tengist förðunartrendi sem virðist vera að taka allt með trompi þessa dagana á Instagram, rauða dreglinum og Youtube. Stay tuned! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

2 Comments

 1. Avatar
  Þuríður Jóhannsdóttir
  01/03/2016 / 20:42

  Flottar krullur!

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   02/03/2016 / 19:40

   Takk ❤️

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
Að verja hárið fyrir mengun
Frá því ég flutti til Köben síðasta haust er ég orðin miklu meðvitaðri um mengun. Núna er ég farin að vinna alveg í hjarta Köbens, bara beint á...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
powered by RelatedPosts