Lengri augnhár með drottningu maskaranna!

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_2964

Þá er komið að einni splunkunýrri og sjóðheitri umfjöllun um nýja uppáhalds hversdagsmaskarann minn sem hefur gert ó svo mikið fyrir mín augnhár. Eruð þið ekki alveg örugglega til í þetta því ég get alveg lofað ykkur því að þessi maskari mun hitta beint í mark hjá mörgum ykkar?!

IMG_2966

Við ætlum aðeins að fjalla um nýjustu viðbótina við maskarflóðið frá Helenu Rubinstein. Maskarinn heitir Lash Queen Wonder Black Mascara og er sérstaklega hannaður til þess að þétta og örva vöxt augnháranna við hverja notkun. Maskarinn er svartur, gefur rosalega náttúruleg augnhár, molnar ekki og endist heilan vinnudag án þess að smitast á augnlokið eða undir neðri augnhárin sem í sjálfu sér er nóg fyrir mig til að geta kallað maskarann góðan. Maskarinn gerir samt svo miklu miklu meira en ég kem betur inn á það hér rétt á eftir. Maskaratúpan sjálf er eins og hið fínasta stofustáss en túpan er alveg fagur gulllituð en endanum á henni hefur verið dýft ofan í svart lakk. Fáránlega flott hönnun.

Eitt maskaratrix sem mig langaði að skjóta hér inn í óháð þessum maskara er að vera alltaf pínu þolinmóður þegar þú ert að prófa nýja maskara í fyrsta skiptið. Við fyrstu notkun virka maskarar sjaldnast eins og þeir eiga að gera því oft er svo mikil formúla í túpunni sjálfri. Gefið nýjum maskörum því nokkur tækifæri áður en þið dæmið hann en það tók mig til dæmis næstum viku að venjast þessum. Eftir þessa viku var aðeins farið að minnka í túpunni og maskarinn var byrjaður að virka eins og hann á að gera og þá var sko ekki aftur snúið. 

IMG_2967

Bursthausinn er spíral mótaður en þið getið séð á þessari mynd að burstinn er alveg snúinn. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna það að ég var smá stund að venjast burstanum en um leið og ég komst upp á lagið með að nota hann fannst mér hann æðislegur. Burstinn á að hjúpa hvert einasta augnhár við hverja stroku og að mínu mati nær hann því alveg ótrúlega vel. Mér finnst hann meira að segja ná að grípa öll litlu augnhárin mín sem hjálpar til við að láta augnhárin virðast þéttari og meiri. Formúlan sjálf inniheldur síðan serum sem inniheldur pro-keratin og ceramider sem auka hárvöxt augnháranna með hverri notkun. Helena Rubenstein segir að maður eigi að sjá sjáanlegan mun á augnhárunum eftir 4 vikur og ég ákvað því að taka maskarann í heilmikla prófun og prófa þessa staðhæfingu.

Fyrsta notkun og eftir fjórar vikur (engin augnhárabrettari notaður, bara maskarinn)

Ég veit ekki með ykkur en ég sé alveg heilmikinn mun á efri augnhárunum mínum og ég var ekki með stutt augnhár fyrir notkun. Ég finn líka rosalega fyrir muninum sem að gefur eiginlega bestu myndina af því hversu mikið maskarinn er búin að gera fyrir augnhárin mín. Þið getið náttúrulega ekki fundið fyrir breytingunni sem að ég finn, því miður, svo að myndin verður að duga sem sönnunargagn ;) Augnhárin mín eru orðin töluvert lengri en þau voru og það er ekkert annað sem ég hef gert nema skipta út gamla maskaranum mínum og byrja að nota þennan. 

IMG_2965

Alveg hreint æðislegur maskari sem er búinn að eignast fastan stað í snyrtibuddunni minni og þá er sko mikið sagt því ég er mjög dugleg að svissa á milli hluta þar. Maskari sem að gerir það sem hann segist ætla að gera og maður getur hreinlega ekki beðið um meira en það! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
Lancôme Grandiôse nýjungar
Í Lancôme hátíðarförðuninni minni (HÉR) sem ég birti fyrir stuttu síðan notaði ég nýja Grandiôse maskarann og eyelinerinn frá Lancôme en...
powered by RelatedPosts