4   41
3   56
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Lancôme ljómabombur: Énergie de Vie

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_3435

Eins og þið örugglega vitið legg ég mjög mikla áherslu á að prófa vörur og þá sérstaklega húðvörur í nógu langan tíma til að sjá hvaða áhrif vörurnar hafa á húðina mína. Núna er ég búin að vera að prófa Lancôme Énergie de Vie vörurnar í tæpan mánuð en ég birti mynd af línunni á Instagram þegar ég byrjaði að prófa þær. Ég tel mig því geta sagt nokkuð vel til um hvað vörurnar geta gert og hvernig þær eru búnar að virka fyrir mig :)

En fyrst smá um línuna sjálfa. Énergie de Vie er lína sem er hönnuð til að henta öllum húðgerðum og á að koma í veg fyrir sjáanleg einkenni þreytu og fylla húðina af orku. Ég sjálf er með blandaða húð, þurr á kinnum og olímikil á T svæðinu svo hafið það bakvið eyrað þegar þið lesið áfram. Línan á að gefa húðinni aukið ljómabúst en hún er ekki ætluð til að hægja á einkennum öldrunar og þess vegna hentar hún mjög vel ungri húð og þá sérstaklega mínum aldurshóp þar sem maður er aðeins of ungur til að byrja á því að nota öldrunarkrem en vantar samt góð krem sem skila sínu. Vörurnar eru sérstaklega hannaðar til að nota saman og eru innblásnar af kóreskum húðrútínum þar sem mörg lög af léttum húðvörum eru sett hver ofan á önnur til að gefa húðinni hina fullkomu áferð.

IMG_3436

Ég er með þrjár vörur úr línunni til að sýna ykkur betur en tvær þeirra eru ekki í fullri stærð svo þær líta ekki alveg eins út í fullri stærð og þær líta út á þessum myndum. Énergie de Vie The Smoothing & Plumping Pearly Lotion er ein af þeim en hana sjáið þið á myndinni hér fyrir ofan. Ég var smá stund að átta mig á þessari vöru og hvernig ég ætti að nota hana en þetta er fyrsta skrefið í minni Énergie de Vie húðrútínu. Til að lýsa vörunni á sem bestan máta myndi ég segja að hún er eins og þykkt vatn… eins furðulega og það hljómar. Í vatninu er að finna örlitla olíudropa sem að veita húðinni raka og undirbýr hana fyrir daginn með því að vekja hana og gera hana örlítið þrýstnari. Vöruna ber ég á mig með því að setja nokkra dropa í lófann og strjúka létt yfir andlitið en það geri ég eftir að ég er búin að hreinsa á mér húðina. Það er sérstaklega gott að bera þetta á sig á morgnana þar sem varan inniheldur goji ber, sítrónumelissu og E vítamín.

IMG_3438

Eftir að hafa sett á mig Énergie de Vie The Smoothing & Plumping Pearly Lotion og gefið því nokkrar sekúndur til að þorna ber ég á mig Énergie de Vie The Smoothing & Glow Boosting Liquid Moisturizer. Ég verð bara að segja það hér og nú að áferðin á þessum vörum er alveg ótrúleg og hreinlega lygileg miðað við virknina en áferðin er alltaf bara eins vatn. Þetta rakakrem er bara eins og serum en samt er það rakakrem. Það smýgur ótrúlega hratt inn í húðina og maður finnur ekkert fyrir því á sér. Kremið gefur húðinni minni fáránlega mikinn raka sem er ótrúlegt því það hefur allt aðra áferð en öll önnur rakakrem sem ég hef prófað. Eins og Perly Lotion-ið inniheldur þetta krem einnig goji ber, sítrónumelissu og E vítamín sem eiga að lífga við húðina og gefa henni ljóma.

IMG_3437

Síðast en ekki síst er það Énergie de Vie The Overnight Recovery Sleeping Mask. Þetta er vara sem ég verð að eignast stóru stærðina af enda algjörlega dásamleg. Maskinn er algjör rakabomba og ég set hann annað slagið á húðina mína á kvöldin til að gefa henni aukið rakabúst. Þegar ég vakna daginn eftir ásetninguna er húðin mín alveg endurnærð en maskinn er bæði kælandi og svakalega rakagefandi. Eins og hinar tvær vörurnar bráðnar gleáferðin á maskanum yfir í hálfgert vatn þegar hann kemst í snertingu við húðina og smýgur fljótt inn í hana. Ég hugsa að þessi eiginleiki sé uppáhalds hluturinn minn við línuna – allt smýgur inn í húðina alveg um leið og maður setur það á sig og það er aldrei eins og maður sé með mörg eða þykk lög af húðvörum á sér. Maskinn sjálfur kemur í veg fyrir rakamissi húðarinnar yfir nóttina og inniheldur einnig goji ber, sítrónumelissu og E vítamín.

IMG_3435

Ég verð að segja að það er langt síðan að húðin mín hefur haldist í jafn miklu jafnvægi og hún er búin að vera þessar undanfarnar vikur. Á þessum vikum er ég eingöngu búin að vera að nota þessar húðvörur fyrir utan húðhreinsana mína og ég get því með sanni sagt að það sé þessum vörum að þakka. Ég er hvorki búin að finna fyrir þurrki né útbrotum á andlitinu og það er í sjálfu sér algjör unaður að nota vörurnar. Ég mun án alls vafa kaupa þær þegar ég er búin með þetta sem ég á heima enda er ég gjörsamlega ástfangin upp yfir haus af þeim. Ef þið eruð yngri eða í sama aldurshóp og ég og ykkur vantar frábærar húðvörur til að gefa ykkur aukinn ljóma og koma húðinni í gott jafnvægi þá mæli ég klárlega með því að þið kíkið á þessar!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
powered by RelatedPosts