Lancôme Grandiôse nýjungar

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

img_1895

Í Lancôme hátíðarförðuninni minni (HÉR) sem ég birti fyrir stuttu síðan notaði ég nýja Grandiôse maskarann og eyelinerinn frá Lancôme en mig langaði að sýna ykkur vörurnar aðeins betur í sér færslu. Þið sáuð ágætlega hvað vörurnar gátu gert í hátíðarförðuninni en alls ekki nóg að mínu mati ;)

img_1896

Margir kannast eflaust við upprunalega Grandiôse maskarann sem kom á markað hér heima árið 2014 en núna er kominn í verslanir ný útgáfa af maskaranum… Grandiôse Extrême! Upprunalegi Grandiôse maskarinn átti að lengja og þykkja augnhárin en þessi gerir það sama nema enn ýktara auk þess að vera extra svartur!

img_1894

Þeir sem þekkja þann upprunalega vita að maskaragreiðan er með sveigðan háls sem á að auðvelda ásetningu og sjá til þess að maskarinn fari alveg frá rót augnháranna og út til enda þeirra. Með henni á líka að vera auðvelt að ná til augnháranna sem eru innst í augnkróknum. Hárin á burstanum sjálfum er síðan raðað tvö og tvö saman til skiptis frá einni röð til annarrar til að aðskilja og greiða vel úr augnhárunum en inni á milli eru hálf hár sem eiga að gefa meiri mýkt og nákvæmni. Endingin í þessari formúlu á síðan að vera betri en á þeim upprunalega þar sem þessi inniheldur latex en ég kem aðeins inn á endinguna hér rétt fyrir neðan :)

img_1893

Ásamt maskaranum kom þessi flotti eyeliner sem er æðislegur til að gera inn fullkomna spíss! Skaftið á þessum er hægt að beygja í þá átt sem að hentar notandanum og auðveldar því ásetninguna þar sem maður er ekki að fetta og bretta upp á hendina til að ná á ákveðna staði.

img_1898

Linerinn er alveg kolsvartur og alveg mattur! Hann gefur því ótrúlega flotta og eðlilega línu meðfram efri augnhárarótinni en að sjálfsögðu má ýkja hana með að því þykkja línuna og setja á hana spíss. Það gerði ég einmitt á myndinni hér fyrir neðan.

img_1899

Hér sjáið þið mig með bæði linerinn og maskarann. Endingin á báðum vörunum er eiginlega fáránlega góð en maskarinn haggast ekki alla daginn sama hvað ég er að gera! Ég fór meira að segja með hann í spinning um daginn og hann leit bara nákvæmlega eins út eftir tímann og hann gerði fyrir hann. Eyelinerinn endist síðan lygilega vel á augnlokinu mínu en ég á oftast í mestu vandræðum með að ná honum af því hann festist svo vel á augnlokinu! Hann er því rosalega endingagóður, smitar ekki og helst kolsvartur allan daginn. Það sama má segja með maskarann en hann hvorki molnar né smitar út frá sér. 10 stig fyrir endingu frá mér!

img_1897

Virkilega flottar nýjungar í Grandiôse línuna og ég hugsa að allar íslenskar konur sem hafa prufað upprunalega maskarann og vilja eiga hann enn ýktari og svartari eiga eftir að falla kylliflatar fyrir þessum. Mæli með!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
powered by RelatedPosts