Kynlaus ilmur frá Calvin Klein

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_3734

Ég ætlaði nú að vera löngu búin að sýna ykkur þennan ilm en það hefur eitthvað gleymst hjá mér í öllum hamaganginum í kringum stækkun Belle.is en ilmurinn var einmitt að koma í verslanir á þeim tíma. Ég hef því ekkert annað um það að segja nema betra seint en aldrei!

_MG_3744-2

Áður en ég segi ykkur betur frá ilminum sjálfum og sögunni á bakvið hann þá verð ég bara að skrifa um þetta glas! Ef þetta er ekki eitt fallegasta ilmvatnsglas sem ég hef á ævinni séð þá veit ég ekki hvað! Glasið er svo stílhreint og hönnunin svo látlaus og falleg að ég er meira að segja búin að stilla því upp á kommóðu sem skrauti heima hjá mér! Það er bæði hægt að láta ilminn standa uppréttan með stútinn fastann í lokinu eins og þið sjáið hér en einnig er hægt að láta hann snúa hinsegin með því að láta rúnaða toppinn sitja í lokinu og stútinn snúa upp. Ég kýs að hafa hann svona frekar því þá finnst mér hönnunin njóta sín betur. 

Þá er ég búin að koma þessu frá mér og við getum aðeins litið á ilminn sjálfan ;)

_MG_3738-2

Árið 1994 kom Calvin Klein fyrst á markað með unisex ilminn CK One sem þá var sérstaklega markaðsettur fyrir urban unglinga 10 áratugarins. Ilmurinn var sítrusilmur sem gerir hann töluvert frábrugðinn CK2 ilminum sem þið sjáið hér en hann einkennist einna helst af viðarnótum. Árið 1996 fylgdi Calvin Klein fyrsta unisex ilminum sínum eftir með ilminum CK Be sem varð þó ekki jafn vinsæll og fyrsti ilmurinn. Á þessu ári ákváðu þeir að endurvekja þessa hugsun og komu á markað með CK2 en hann er flokkaður sem kynlaus og ætlaður fyrir yngri kynslóðirnar þó að það séu að sjálfsögðu ekki einu kynslóðirnar sem geta notað ilminn, langt því frá! Mér finnst samt frekar skemmtileg pæling hjá þeim að markaðsetja ilminn sem kynlausan frekar en unisex í þetta skiptið því það lýsir svo sannarlega tíðarandanum í dag :)

_MG_3759

Ilminum er lýst sem ferskum viðarilm sem hefur þó nokkrar óvenjulegar nótur sem kannski sjást ekki oft saman í ilmum. Hér fyrir neðan getið þið séð styrkleika grunn-, hjarta- og toppnótna hans.

Screen Shot 2016-03-30 at 17.47.21

Screen Shot 2016-03-30 at 17.48.52

Screen Shot 2016-03-30 at 17.45.10

_MG_3750

Í stuttu máli sagt er þetta flottur ilmur þar sem skemmtileg pæling býr að baki. Þá er bara að bíða og sjá hvort að CK2 verði jafn vinsæll og CK One! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Vorið frá Miu Miu
Það er háa herrans tíð síðan ég fjallaði um nýtt ilmvatn hérna inni og því um að gera að kippa því í liðinn! Nýlega kom á markað ný útgá...
powered by RelatedPosts