Konukvöldskaupin

Varan er í einkaeigu

2-2-of-2

Á fimmtudaginn í síðustu viku var konukvöld haldið í Smáralindinni og ég skellti mér í gleðina. Það er eitthvað við svona kvöld sem mér finnst sjúklega skemmtilegt, hvort sem það er konukvöld, miðnæturopnun eða eitthvað álíka. Trúið mér þegar ég segi að ég hefði getað verslað af mér rassinn þetta kvöld! Flestar snyrtivörur voru tax free og svo kom ég líka auga á nýju Hawaii línuna frá OPI en ég hélt fast í veskið mitt eins og alltaf og leyfði mér að fara heim með eina snyrtivöru.

1-2-of-52

Mig er búið að dauðlanga í þennan vara-/kinnalit frá því ég sá hann fyrst á netinu og ákvað ég því gleðja sjálfa mig með honum þar sem hann var á 20% afslætti. Eins og þið sjáið mögulega á myndinni þá er þetta enginn venjulegur varalitur og var það einmitt ástæðan fyrir því að ég heillaðist svona af honum.

1-3-of-53

Varaliturinn er nánast alveg svartur þegar horft er á hann og er erfitt að ímynda sér hann einhvern veginn öðruvísi á húðinni. Það sérstaka við varalitinn er að hann aðlagast pH gildi húðarinnar svo að hver og einn sem notar hann fær sinn einstaka lit! Ég hef oft heyrt af vörum sem segjast gera það sama og á ég til dæmis LipSurgence Skintuitive varalitinn frá Tarte sem á að gera það sama. Í fullri hreinskilni þá finnst mér Body Shop liturinn gera það miklu betur. Varaliturinn frá Tarte á það til að þurrka á mér varirnar en þessi elska gerir það svo sannarlega ekki. Ég sver ég hef aldrei á ævi minni sett á mig varalit sem helst á mér jafn lengi og þurrkar upp varirnar mínar jafn lítið. Ég var til dæmis í fermingu á laugardaginn og þá ákvað ég að nýta tækifærið og testa varalitinn vel. Ég setti litinn á mig í kringum 1 og lét hann eiga sig þar til um klukkan hálf 4 þegar ég frískaði aðeins upp á hann áður en ég hélt í veisluna. Þarna voru varirnar mínar samt ekkert orðnar þurrar né liturinn farinn að dofna, ég vildi bara vera viss um að liturinn myndi endast mér kvöldið. Eftir heljarmikið át í veislunni var liturinn ennþá óhreyfður á vörunum og það var ekki fyrr en klukkan var orðin 7 sem ég fór að finna fyrir smávægum þurrki. Það kalla ég bara nokkuð gott!

2-1-of-21

Hér sjáið þið svo litinn á húðinni minni. Hægra meginn er ég nýbúin að bera hann á mig en vinstra megin er hann búinn að fá að sitja smá á húðinni og aðlagast pH gildi hennar. Ég er búin að nota stiftið á hverjum einasta degi síðan ég keypti það og er liturinn oftast svipaður en aldrei alveg nákvæmlega eins. Kannski er ég bara með skrítið pH gildi eða eitthvað, veit það ekki.

1-5-of-53

Svona lítur liturinn út á vörunum mínum og kinnunum. Hér var ég bara með þunnt lag af honum á vörunum og virkar hann þá meira eins og stain frekar en varalitur. Þó ég skrifa mikið varalitur í þessa færslu þá er þetta bæði varalitur og kinnalitur og virkar hann mjög vel til beggja verka. Þegar ég nota stiftið sem kinnalit teikna ég eina til tvær rendur á sitthvora kinnina og dreifi úr litnum með góðum bursta.

Það eina neikvæða sem ég sé við vöruna er að ég bjóst við því að þar sem umbúðirnar eru frekar stórar væru þær alveg fullar af vöru. Það kom þó í ljós þegar ég skrúfaði litinn alveg upp að stiftið var bara í venjulegri varalitastærð. Það var alveg pínu svekkjandi en ég eyddi samt bara í kringum 1900 krónur með afslættinum í stiftið svo ég var ekkert að missa mig í svekkelsinu.

Þegar allt er tekið saman þá finnst mér þetta í rauninni vera hágæðavara þrátt fyrir verðmiðann og ef þú vilt endingagóðan vara-/kinnalit sem þurrkar ekki varirnar þínar í drasl þá skaltu kíkja á þennan og gefa honum séns. Ég þarf svo að fara að kíkja á hin stiftin frá Body Shop sem komu á sama tíma, þau voru sko ekki síður spennandi :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
Ég elska þessa!
Það er ekki oft sem ég finn varavöru sem fer ekki af vörunum mínum vikunum saman - enda er ég dugleg að breyta til! Það gerðist þó þegar ég p...
Varaliturinn fyrir sumarfríið!
Góðan dag! Það er greinilega komið smá sumar í mig því mér finnst ég vera orðin voðalega löt við að skrifa... allavega svona miðað við vanale...
powered by RelatedPosts