4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

KKW Beauty Contour Dupe!!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Þær sitja ekki auðum höndum Kardashian systurnar en nýlega stofnaði Kim Kardashian sitt eigið snyrtivörumerki líkt og systir hennar Kylie og heitir merkið KKW Beauty. Fyrsta varan sem kemur frá merkinu var þetta contour/skyggingar og highlight/ljóma sett sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan ásamt bursta og svampi. Settið kostar hvorki meira né minna en 48 dollara! Í pakkanum eru tveir skyggingarlitir, einn dökkur og einn ljósari, tveir lýsingarlitir, einn mattur og einn ljómandi.

Stiftin eru vægast sagt búin að vera mjög umdeild síðastliðna daga þar sem bróðurparturinn af umsögnum sem þau eru búin að fá hafa verið lélegar. Stiftin eru bókstaflega að brotna í höndunum á fólki enda ekki að furða þar sem maður fær fáránlega lítið af vöru fyrir verðið sem maður er að borga en ég skal brjóta niður fyrir ykkur kostnaðinn hér á eftir. Formúlan sem slík hefur fengið ágætis dóma en fólk getur ekki litið framhjá öðrum gæðum sem einfaldlega eru ekki til staðar. Flestir segja að þetta sé vara sem hefur verið flýtt út á markaðinn til þess að koma merkinu af stað og til að græða pening. Burstinn á víst að vera bara la la og svampurinn á víst að vera hræðilegur. Ég get að sjálfsögðu ekkert sagt til með það og sérstaklega ekki þar sem ég hef ekki prófað vöruna sjálf en mér finnst þetta allt vera rosalega grunsamlegt og um að gera að rannsaka hlutina svo maður hoppi ekki um borð í „hype“ lestina án þess að vita neitt. Hér er því niðurbrotinn kostnaður á vörunni miðað við gengi dollarans í dag (102,56 kr). 

Varan sjálf = 48 dollarar

Sendingarkostnaður = sirka 10 dollarar

Tollur og önnur gjöld = 1428 krónur

Samtals = 7376 krónur

Magn vöru í grömmum = sirka 3,6 grömm

Þannig að fyrir hvert gramm af vöru ertu að borga rúmlega 2000 krónur!!!

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það fáránlegt verðlag fyrir svona lítið magn en maður verður líka að hafa í huga að það er verið að borga fyrir KKW nafnið alveg eins og þegar kemur að Kylie snyrtivörunum. Vörurnar eru dýrari því að það kostar að nota nafnið þeirra. Fyrir ykkur eins og mig sem finnst þetta aaaaaaaðeins og mikið af því góða langaði mig að koma með tilögu að „dupe-i“ eins og maður segir á góðri ensku eða ódýrari vöru sem að gerir það sama og KKW Contour settið. Vörurnar koma frá Maybelline og eru meira en helmingi ódýrari fyrir mikið meira en helmingi meira magn!

Hér sjáið þið tvennuna sem getur áorkað nákvæmlega því sama og KKW Contour stiftin. Þetta er Master Contour stiftið og Master Strobing stiftið frá Maybelline. Bæði koma í tveimur litatónum svo hægt er að finna tón sem hentar vel þínu litarhafti. Hér sjáið þið verðið samanborið við hitt.

Master Contour = sirka 7 grömm kosta 1599 (Hagkaup ekki tax free þó það sé tax free núna ?)

Master Strobing Stick = sirka 7 grömm kosta 1249 (Hagkaup ekki tax free þó það sé tax free núna?)

Þannig að fyrir hvert gramm af vöru ertu að borga rúmlega 200 krónur – það er 10x minna enn fyrir KKW vöruna!

 

Contour stiftið er tvískipt eins og þið sjáið á þessar mynd en öðru megin er skyggingarlitur og hinu megin er mattur lýsingarlitur. Formúlan er rosalega mjúk og blandast auðveldlega og gefur mjög náttúrulega „varla þarna“ skyggingu alveg eins og KKW Beauty stiftin eiga að gera. Strobing stiftið er síðan rosalega mjúkt líka og gefur svakalega fallegan og mikinn ljóma sem hægt er að byggja upp eða tóna niður.

Countour stiftið mitt er í litnum Light og Strobing stiftið er í litnum Light – Iridescent. Contour stiftið er fullkomið fyrir mitt litarhaft en það er ekki of hlýtóna og alls ekki of kaldtóna þannig að það lúkki grátt. Strobing stiftið er síðan með fallegan bleikan undirtón í sér sem hentar vel köldu litarhafti eins og mínu.

Hér getið þið svo séð skref fyrir skref hvernig ég nota vörurnar til að móta andlitið mitt. Það er hægt að smella á myndirnar til að sjá þær betur. Ég byrjaði með farða á andlitinu og bar síðan Contour stiftið á andlitið mitt, bæði ljósa og dökka litinn. Ég setti dökka litinn á ennið, undir kinnbeinin, á hliðarnar á nefninu mínu og meðfram kjálkanum. Ljósa litinn setti ég í einskonar þríhyrning undir augun og undir skyggingarlitinn undir kinnbeininu. Ég blandaði síðan skyggingar litinn út með RT Bold Metals Contour bursta og ljósa litinn með RT Bold Metals Blush bursta. Eftir þetta setti ég Strobing stiftið ofan á kinnbeinin og blandaði úr því með fingrinum og Blush burstanum. 

Hérna sjáið þið svo útkomuna – mjög náttúruleg „varla þarna“ mótun. Að mínu mati er því algjör óþarfi að blæða í KKW settið, nema náttúrulega að það muni veita ykkur gleði en fyrir okkur hin þá er auðveldlega hægt að ná sömu útkomu mun ódýrara! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Mitt ljómakombó og burstinn sem ég nota
Mig langaði að sýna ykkur ljómakombóið sem ég er búin að vera að nota í allan desember og hefur hjálpað mér að ná alveg svakalega fallegum en e...
Hátíðarlúkk #3 (Gigi) - SÝNIKENNSLA
Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline ...
powered by RelatedPosts