4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Kerry Washington fyrir OPI

Færslan er ekki kostuð

TEXT-HERE

Um miðjan desember komu mjög spennandi fréttir frá naglafyrirtækinu OPI sem að gladdi litla naglalakkaaðdáandann sem býr í mér mjög mikið! Kerry Washington sem hvað flestir þekkja sem hina ódauðlegu Olivu Pope var ráðin sem fyrsti „Creative ambassador“ hjá fyrirtækinu. Kerry sjálf er víst mikill aðdándi OPI naglalakkanna og hefur skartað þeim ítrekað á rauða dreglinum sem og birt myndir af vel lökkuðum nöglum sínum á Instagram. Svo skemmtilega vill til að einn uppáhaldsliturinn hennar frá merkinu er einmitt sá sami og minn en það er Lincoln Park After Dark. Það er kannski ekki skrítið að hann sé í uppáhaldi hjá henni líka enda einn flottasti dekksti litur sem þið finnið!

Sem „Creative ambassador“ mun Kerry hjálpa til við að hanna liti sem og finna upp á nýjum nöfnum á litina. Ég vona svo innilega mikið að það komi stór Scandal lína enda er ég búin að finna hið fullkomna nafn á hárauða litinn sem yrði líklegast í línunni… tilbúin að heyra það?… „It’s hand-led„… Get it?!

Ég veit að Scandal aðdáendurnir fatta allavega þetta heiti hjá mér og finnst ykkur það ekki vera fullkomið?! ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!BECCA er á leiðinni til Íslands!
Það sem ég er búin að þaga yfir þessu litla leyndarmáli í langan tíma! Núna má loksins fara að kjafta frá þessu en Becca Cosmetics er á leiði...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
powered by RelatedPosts