Jólalína OPI: Breakfast at Tiffany’s

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-1-3

Jólalína OPI er komin í verslanir og hún er ekkert annað en stórglæsileg í ár! Línan ber heitið Breakfast at Tiffany’s og er eins og gefur auga leið innblásin af kvikmyndinni Breakfast at Tiffany’s sem kom út árið 1961 og skartaði stjörnunni Audrey Hepburn. Ef ykkur vantar nýtt hátíðarlakk fyrir jólin þá ættuð þið án efa að geta fundið ykkur lit í þessari línu. Ég er með 6 liti úr línunni, þar á meðal einn sem ég fékk í Iðunn box, sem mig langar að sýna ykkur aðeins betur.

untitled-15

Fyrstur á dagskrá er þessi dökk vínrauði litur sem heitir Can’t Read Without My Lipstick. Þetta árið virðast allar línur innihalda einn rauðan lit og því kemur lítið á óvart að þessi hátíðarlína inniheldur einn flottan jóalrauðan! Ef þið elskið rauð lökk og vantar fyrir jólin þá er þessi klárlega málið. Tvær umferðir af honum á neglurnar ættu að duga til að ná fullri þekju.

untitled-11

Næstur er liturinn sem var í Iðunn Boxinu mínu en það er liturinn Rich & Brazilian. Þessi er einstaklega fallegur og ólíkur öðrum litum sem ég hef séð. Hann er dökk fjólublár, nánast svartur og inniheldur örfínar fjólublár shimmer agnir sem að endurvarpa ljósinu virkilega fallega. Tvær umferðir af þessum ættu að duga.

untitled-14

Þá er komið að aðalstjörnunni í línunni að mínu mati! Þessi gullfallegi Tiffany’s blái heitir I Belive in Manicures og er æðislegur ljósblár sem smellpassar inn í þetta ljósbláa vetrartrend sem hefur verið í gangi. Mér fannst ein til tvær umferðir af þessum þekja meira en nóg enda er liturinn þéttur í sér. Algjörlega æðislegur!

untitled-10

Næst er ég með litinn Black Dress Not Optional. Þetta er svartur en samt er hann steingrár á sama tíma. Hann er byggður upp á svörtum grunni en inniheldur dökk steingráar fínmalaðar shimmer agnir sem gefa honum skemmtilegt yfirbragð. Tvær umferðir af þessum eiga að duga.

untitled-13

Ég átti erfitt með að gera upp á milli þessa lits sem heitir Fire Escape Rendezvous og ljósblá litsins en þessi er ekki síður fallegur! Þetta er sanseraður jólarauður sem inniheldur rauðar glimmerflögur. Flögurnar eru allar misjafnar í stærð sem gerir litinn ótrúlega sérstakan og skemmtilegan. Hann minnir pínu a eld svo að nafnið hentar mjög vel! Tvær umferðir af þessum ættu að þekja nöglina.

untitled-12

Síðast en ekki síst er ég með litinn Five and Ten. Þetta er hinn fullkomni ljós gull glimmer litur sem er örugglega svakalega flottur sem yfirlakk yfir aðra heila liti eins og efsta dökkrauða litinn í þessari færslu. Það er líka hægt að nota hann einan og sér en það gæti þurft tvær til þrjár umferðir.

untitled-9

Eins og ég sagði í byrjun færslunnar þá er línan komin í verslanir en hún inniheldur ásamt þessum litum sex aðra liti sem eru sko engu síðri. Efst á óskalistanum mínum af þeim er liturinn Sunrise..Bedtime! sem er einmitt Liquid Sand litur!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
5 hlutir sem ég ætla að gera í desember
Fara á jólahlaðborð Ég hef ekki farið á jólahlaðborð í mörg mörg ár og ég get ekki beðið eftir að skella mér á eitt slíkt núna í desember. Ég ...
powered by RelatedPosts