Jólaförðunin 2015

IMG_3990-2

Gleðilega hátið kæru lesendur! Ég vona innilega að jólin ykkar hafi verið yndisleg og þið hafið náð að eyða tíma með ástvinum ykkar. Mín jól voru alveg æðisleg þó svo að þau læddust svolítið aftan að mér. Allt í einu voru komin jól og allt í einu eru þau komin langleiðina á að vera búin.

Mig langaði að sýna ykkur förðunina sem ég gerði fyrir aðfangadagskvöld. Ég er ein af þeim sem vil alltaf gera mig rosalega fína fyrir kvöldið. Þó svo að maður sé bara heima hjá sér með fólkinu sínu þá finnst mér alltaf svo hátíðlegt að fara í sitt fínasta púss… en samt fer ég alltaf í náttföt þegar byrjað er að opna pakkana :)

 

Hér eru vörurnar sem ég notaði til að ná þessu lúkki:

Andlit:

Nivea Men After Shave Balm

Loreal Infallible Pro Matte – Porcelain

Gosh CC Cream Illuminating Foundation

MAC Pro Longwear Concealer – NC15

Laura Mercier – Translucent Setting Powder

NYX Contour Pallette

elf Blush Pallette – Light

Fergie Wet ‘n’ Wild Highlighter – Rose Champagne Glow og Hollywood Boulevard

MAC Fix+

Augu:

MAC Paint Pot – Painterly

Too Faced augnskuggi – Heaven

Makeup Geek – Peach Smoothie

Makeup Geek – Creme Brulee

Makeup Geek – Latte

Makeup Geek – Cocoa Bear

Smashbox augnskuggi – Sumatra

Colour Pop – DGAF

Colour Pop – Lucky

Makeup Geek – In the Spotlight

MAC Fix+

Maybelline Lash Sensational maskari – Svartur

Wet ‘n’ Wild eyeliner – Svartur

Augabrúnir:

Lavera Eyebrow Styling Gel – Hazel Blond

Varir:

Lindex Lip Liner – Rauður (ekkert litanúmer)

H&M Velvet Lip Cream – Screen Siren

IMG_3986

Nú þarf ég bara að fara að huga að áramótalúkkinu! Áramótin eru án djóks skemmtilegasti dagur ársins að mínu mati og ég hlakka ótrúlega til kvöldsins. Ég sýni ykkur svo lúkkið sem ég bý til fyrir kvöldið, vonandi heppnast það bara jafn vel og þetta jólalúkk :)

P.S. Núna er ég á fullu að fara yfir umsóknirnar sem bárust um að vera fastur penni á nýju belle.is síðunni. Það er búið að taka mig miklu lengri tíma en ég ætlaði en vonandi verð ég búin að fara yfir allar umsóknirnar og senda svör fyrir gamlársdag. Ef ekki þá strax eftir nýársdag, fer eftir því hvað ég verð dugleg :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts