Jólabókin í ár: Andlit

Færslan er ekki kostuð

_Kápa.indd

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf svo gott að fá allavega eina bók í jólapakkann. Bækur fengu reyndar að víkja fyrir Simpson seríum þegar ég var yngri en núna þegar ég er orðin eldri finnst mér ekkert meira kósí en að glugga í flotta bók yfir jólahátíðina við kertaljós á meðan ég sötra á jólaöli og japla á smákökum. Í ár kom út hin fullkomna jólabók fyrir alla förðunarnörda (þar með talið sjálfa mig) en hún Harpa Káradóttir sem er förðunarfræðingur með meiru og skólastjóri í Mood Make-Up School skrifaði bókin Andlit sem er förðunarbók fyrir alla aldurshópa. Bókin er nýkomin í verslanir og því fékk ég að spyrja Hörpu svolítið út í bókina og langaði að deila með ykkur svörum hennar hér :)

harpa

Hvernig kom bókin til?

Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi. Ég ræddi hana við Björn Braga, sem ég hef þekkt lengi og unnið með að fjölda verkefna. Hann stappaði í mig stálinu að láta þetta verða að veruleika og ákvað að sjá um útgáfuna. Við settum í sameiningu saman þetta frábæra teymi sem stóð að bókinni.

Hvað er Andlit, um hvað snýst bókin?

Andlit fjallar um flest allt sem viðkemur förðun. Í grunninn er hún kennslubók en ég lagði mikla áherslu á að vera ekki með einhver boð og bönn. Í bókinni er ýmis fróðleikur, gagnlegar ráðleggingar og ég reyni að svara öllum þeim spurningum sem ég fæ reglulega í starfi mínu. Svo tek ég fyrir vinsælar farðanir í skrefum sem auðvelt er að fylgja eftir.

002

Hverjum er bókin ætluð?

Andlit er fyrir allan aldur og bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Hvað vildir þú leggja mesta áherslu á við gerð bókarinnar,?

Markmiðið var að gera förðunarbók sem nálgast förðun á náttúrulegan hátt, opnar huga fólks og slær á fordóma gagnvart förðun. Ég legg líka mikla áherslu á að fólk eigi að nálgast förðun á eigin forsendum, enda snýst góð förðun um að draga fram fegurð og eiginleika hvers og eins.

Bækur geta verið krefjandi í skrifum en hvað var mest krefjandi við gerð bókarinnar?

Það var skemmtilegt og krefjandi að gera förðunarbók á íslensku fyrir íslenskar aðstæður. Það er mikið um slettur og ensk heiti í förðunartali þannig að við þurftum að vanda okkur við að finna hinn gullna meðalveg, að skrifa vandað mál en passa að bókin væri skiljanleg.

andrea02

En hvað var skemmtilegast við gerð hennar?

Ég vann þessa bók með skemmtilegasta fólki á Íslandi. Það var ótrúlega gaman að gera þessa bók og þótt dagarnir hefðu stundum orðið langir og fólk þreytt var mikil stemning og hlegið út í eitt. Ég sakna þessa tíma oft þegar ég hugsa til baka.

Að lokum, hvar er hægt að nálgast bókina?
Andlit er hægt að finna í öllum helstu verslunum.

Takk kærlega fyrir spjallið Harpa og til hamingju með þessa einstaklega vel heppnuðu bók! Ég hvet ykkur að sjálfsögðu til að kíkja á þessa flottu bók kæru lesendur eða pikka í jólasveininn og blikka hann ;) Ég vona allavega svo sannarlega að þessi íslenska förðunarbók leynist undir mínu jólatré í ár!❤️

Fylgja:
Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
powered by RelatedPosts