4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Ilmvatnspælingar

75081e3303ed57dea39f2ef871e2eb4cMig langaði að deila með ykkur nokkrum pælingum hjá mér sem ég hef verið að melta þessa vikuna. Mér finnst einstaklega gaman að fjalla um nýjungar og tískubylgjur í förðunarheiminum hér á síðunni og sýna ykkur nýjar vörur sem eru að koma markað eða voru að koma á markað. Mér persóulega finnst rosalega mikilvægt að sýna ykkur litaprufur eða svokölluð „swatches“ af nýjum förðunarvörum þar sem að þið getið séð betur áferðina og litina og hvort varan sé einhver sem þið munuð geta komið til með að nýta ykkur eða ekki. Þess vegna tók ég í notkun einkunnarkerfið sem ég set alltaf inn í umfjallanir um stakar vörur svo að þið lesendur getið séð sterku og veiku eiginleika vörunnar og tekið meðvitaða ákvörðun um hvort þessi vara sé fyrir ykkur áður en þið haldið af stað út í búð.

Öll erum við að sjálfsögðu jafn misjöfn og við erum mörg og ég get elskað eitthvað í tætlur sem að öðrum finnst vera ömurlegt bara eins og gengur og gerist í lífinu. Þess vegna fór ég að pæla í því hvernig ég gæti fjallað um ilmvatnsnýjungar hér á síðunni. Ilmvötn eru rosalega persónubundin og þar af leiðandi er svolítið erfiðara að fjalla um þau heldur en það er til dæmis að fjalla um augnskugga. Ég er til að mynda mjög sérvitur þegar kemur að ilmvötnum og nota sjaldnast eitthvað sem inniheldur ekki sandelvið en það er bara ég. Einnig er ég mjög viðkvæm fyrir lyktum og fæ mjög fljótt hausverk af sérstökum ilmvötnum en það er bara ég. Mín regla hefur samt alltaf verið að ef ég elska ekki vöruna þá skrifa ég ekki um hana, punktur. Mér finnst þess vegna ótrúlega leiðinlegt að geta ekki fjallað um ný ilmvötn sem ég fíla kannski ekki fyrir persónulega notkun hér á síðunni því að ég veit að það munu fullt af öðrum einstaklingum elska ilmvatnið. 

Ég fékk því hugymd um hvernig ég get leyst þetta vandamál og ég vona að þið verðið sátt með lausnina :) Í staðin fyrir að skrifa bara um ilmvötn sem ég elska fyrir persónulega notkun ætla ég að leggja áherslu á að fjalla um ný imvötn og deila með ykkur í formi einkunnarkerfisins (sem ég nefndi hér fyrir ofan) styrkleika topp-, hjarta- og grunnnótna ilmvatnsins. Síðan mun ég að sjálfsögðu skreyta færsluna með smá texta um ilmvatnið sjálft, hver pælingin sé á bakvið það og birta svo fallegar myndir sem ég tek af ilmvatnsglasinu.

Með því að stækka myndirnar hér fyrir ofan getið þið séð hvernig einkunnarkerfið mun koma til með að nýtast til að skrá styrkleika nótnanna í ilmvatninu. Þið getið svo fundið út frá þeim upplýsingum hvort það sé þess virði að skoppa út í búð og þefa af vörunni :)

Er þetta ekki bara ágæt lausn á þessum vanda? Með þessu skiptir engu máli hvort ég fíla ilmvatnið persónulega en þið getið aftur á móti séð hvaða nótur ilmvatnið hefur og ákveðið fyrir ykkur sjálf hvort þetta séu þær nótur sem þið elskið eða hatið. Mér finnst algjör synd að segja ykkur ekki frá nýjum ilvötnum bara því að lyktin hentar mér ekki svo ég held að þetta sé hin fínasta lausn á því. Sammála? :)

P.S. Að lokum langaði mig að hvetja ykkur til að þátt í afmælisgjafaleik síðunnar með því að smella á myndina hér fyrir neðan og fylla út formið neðst til að geta fengið tækifæri á því að vinna heilan helling af glæsilegum vörum til að fylla í snyrtiborðið ykkar ❤️

risa_afmælisleikur

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
powered by RelatedPosts