Iðunn Box: Október

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-1

untitled-4

untitled-9

untitled-6

Októberbox Iðunn Box kom til mín rétt fyrir helgi og ég var svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með boxið þennan mánuðinn! Í boxinu leyndist meðal annar einn af uppáhalds burstunum mínum frá Real Techniques en ég var að enduruppgötva ást mína á þessum um dagin svo það var ekki slæmt að hann skyldi leynast í boxinu! Einnig var í boxinu að finna nýja Sexy Balm varasalvann frá L’Oréal sem mig hefur lengi langað til að prófa. Ég fékk rauðan sem er kannski ekki minn litur en þá get ég allavega prófað formúluna og séð hvernig ég fíla hana :D Splunkný augnhár frá Tanja Lashes í stílnum Iceland var líka að finna í boxinu en ég hef aldrei prófað augnhárin frá henni svo það verður spennandi! Deluxe prufa af uppáhalds rakakreminu mínu sem ég nota á hverjum einasta degi og er frá Embryolisse leyndist einnig í boxinu svo ég get geymt það í vasanum mínum ef ég verð þurr í húðinni yfir daginn. Einnig var að finna tvær vörur frá ST Tropez í boxinu og var ein af þeim nýja In Shower brúnkukremið þeirra sem ég er mega spennt fyrir! Í boxinu var líka ein prufa frá RIMMEL og önnur frá Body Shop en ég er bilaðislega spennt fyrir Body Shop prufunni þar sem hún er af nýja kolamaskanum þeirra. Ég er einmitt búin að horfa löngunaraugum á nýju maskana frá þeim sem voru að koma. Þeir eru rosalega fallegir svo það er gaman fyrir mig að geta prófað þennan áður en ég kaupi :)

Ps. Ég er að fara að halda áfram með ferlið í dag þar sem ég er að prjóna Bulky teppi á Snapchat. Endilega addið mér ef þið viljið fylgjast með því, þið finnið mig undir rannveigbelle!
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Iðunn box: Janúar
Ég var bara næstum því búin að gleyma að sýna ykkur hvað leyndist í Iðunn boxinu mínu í janúar! Ég veit ekki hvað gekk á til að ég gat gleymt...
Iðunn box: Desember
Þá get ég loksins sýnt ykkur hvað leyndist í Iðunn boxinu mínu í desember! Mig grunar að nokkrir svona kassar hafa legið undir jólatrjám víða...
Iðunn box: Nóvember
Þá er mánuðurinn senn á enda og þið vitið hvað það þýðir... nýtt Iðunn box! Í boxinu í þetta sinn var meðal annars að finna hyljarabursta frá...
powered by RelatedPosts