Iðunn Bjútíbox: Myndband

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_7904

Ég er svo fáránlega, vandræðalega spennt fyrir færslu dagsins að það er eiginlega hætt að vera fyndið! Aldrei þessu vant þá nennti ég að taka upp myndband – takk fyrir pent! Það er líka mjög bersýnilegt í myndbandinu hversu spent ég er en ég segi örugglega orðið „geggjað“ svona 512 sinnum… Ég þarf að passa mig á því í næsta myndbandi þó þetta sé eflaust hinn fínasti drykkluleikur á föstudagskvöldi! :D

Ég ætla svona rétt að segja ykkur frá Iðunn Box en allar helstu upplýsingar um boxið er að finna í myndbandinu mínu hér rétt fyrir neðan.

_MG_7888

Ef að einhver ykkur hefur heyrt af áskriftarboxunum Boxycharm eða Glossybox þá er Iðunn Box ný íslensk áskriftarleið í svipuðum dúr. Hægt er að kaupa stök box eða skrá sig í áskrift en hvert box kostar stakt 5990 krónur. Í boxinu sem berst heim að dyrum í hverjum mánuði er að finna allskonar snyrtivörur, bæði í fullri stærð, deluxe prufur og litlar prufur.

_MG_7889

Ég fór á kynningu hjá Iðunn Box í gær á Von mathús og þetta var það sem leyndist í kynningarboxinu sem ég fékk. Engar áhyggjur samt því þetta er ekki það sem er að finna í júní-boxinu svo ég er ekki að „spoil-a“ neinu :)

Hér er svo myndbandið þar sem ég fer betur yfir áskriftarleiðina og opna kassann minn. Endilega horfið á myndbandið í HD því þá verður allt svo miklu skýrara <3

Til hamingju Iðunn Box mér finnst þetta vera alveg æðisleg nýjung á markaðnum hérna heima og bíð spennt eftir að sjá meira frá ykkur!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

4 Comments

 1. Avatar
  María Ósk Skúladóttir
  03/06/2016 / 21:44

  Ókei þú ert ógeðslega skemmtilega á myndbandi! Meira svona takk :D

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   03/06/2016 / 21:59

   Æji takk elsku þú!?❤️

 2. Avatar 03/06/2016 / 22:38

  Ohh þetta var sjúklega skemmtilegt myndband! Meira svona :D

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   03/06/2016 / 22:58

   Jeii takk fyrir það❤️❤️❤️

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
powered by RelatedPosts