4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Í snyrtibuddunni

Færslan er ekki kostuð

Mig langaði að sýna ykkur hvað er búið að leynast í snyrtibuddunni minni undanfarið! Þar sem það er TAX-FREE hjá Hagkaup fannst mér líka tilvalið að stíla færsluna inn á einmitt þennan dag :)

Það eru tvær vörur frá Real Techniqes sem hafa verið fastagestir í snyrtibuddunni minni undanfarið en það eru Bold Metals Triangle Concealer burstinn og Miracle Mini Eraser svamparnir. Ég nota Triangle Concealer burstann til að bera á mig farða og tek síðan stóra appelsínugula svampinn frá Real Techniqes og dúmpa honum þurrum yfir andlitið til að þrýsta farðanum sem ég var að bera á með Triangle burstanum inn í húðina. Ég er síðan búin að vera í einhverju bóluveseni undafarið þar sem ég er að taka húðina mína í gegn eins og ég sagði ykkur í færslu um daginn svo ég nota litlu fjólubláu Mini Eraser svampana til að setja nóg af púðri ofan á bólurnar eftir að ég hef hulið þær með hyljara. Svampurinn sér til þess að nóg sé af púðri ofan á bólunum svo ég geti bakað hyljarann almennilega…. ef þið skiljið hvað ég meina ;)

Good to Glow Shoho Glow ljómann frá RIMMEL hef ég síðan notað mikið bæði sem ljómandi grunn undir farða þar sem ég ber hann á allt andlitið eða þá yfir farða þar sem ég ber hann efst á kinnbeinin mín. Þessi litur virðist vera frekar bronsaður við fyrstu sýn en um leið og maður er búin að dreifa úr honum lýsist hann og ég elska það! Svo fallegur litur.

Að sjálfsögðu er Engla Primerinn frá NYX búinn að eiga heima í snyrtibuddunni minni en hann fékk alveg sér færslu hjá mér um daginn. Sjá HÉR.

Ég skipti út Origins hreinsinum mínum um daginn fyrir þennan Neutrogena Visibly Clear hreinsi. Þið sem sáuð færsluna mína um stríðið gegn fílapenslunum vitið um hvað ég er að skrifa. Þessi hefur verið að standa sig með eindæmum vel þar sem þessi er meira stílaður inn á fílapenslana sérstaklega frekar en þessi frá Origins.

Það er ekki að því að spyrja en að sjálfsögðu er Hydra Genius rakakremið frá L’Oréal búið að vera í snyrtibuddunni minni. Ef þið hafið ekki prófað þetta rakakrem ekki hika við það því það er hreint út sagt æðislegt. Ég nota kremið Dry/Sensitive en meira um það síðar í sér færslu ;)

Sourcils Styler frá Lancome kom óvænt í minn heim þegar ég hélt að ekkert augabrúnagel gæti slegið út mitt elskulega Lavera gel. Þetta er eins og lím fyrir augabrúnirnar, greiðir úr þeim og gerir þær þéttari og meiri um sig. Alveg frábært gel frá Lancome.

Glamglow Glowsetter spreyið er eitt af þeim nýjungum sem ég hef beðið fáránlega spennt eftir! Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með spreyið en þið getið lesið allt um það HÉR og tekið þátt í Instagram leiknum mínum þar sem ég og Glamglow erum að gefa tvö sprey :D 

Baby Roll maskarinn frá L’Oréal er síðan nýkominn í mína snyrtibuddu en hann er bara svo æðislegur að hann fær að vera með í þessari færslu þó svo að hann sé nýr þar. Maskarinn greiðir alveg svakalega vel úr augnhárunum og gefur þeim svona „baby doll“ lúkk.

Vonandi hefur snyrtibuddan mín gefið ykkur nokkrar góðar hugmyndir fyrir TAX-FREE dagana. Hvað leynist annars í ykkar snyrtibuddu þessa dagana? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts