Hvernig: Náttúrulegur ljómi

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

í færslu dagsins langaði mig að kenna ykkur hvernig það má ná ótrúlega fallegum og náttúrulegum ljóma á húðina. Í dag er náttúrulegur ljómi aðalmálið en í förðunarheiminum erum við að sjá minna og minna af ýktum ljóma efst á kinnbeinunum og meira af eðlilegum „varla þar“ ljóma. Ég persónulega er ótrúlega glöð með þessa þróun enda finnst mér þetta mikið fallegra og ég er satt besta að segja orðin svolítið þreytt á þessum ýkta kinnbeinaljóma. Í verkið fyrir þessa færslu notaði ég einungis Master Strobing Stick frá Maybelline í litnum light. Með stiftinu er bæði hægt að ná hinum fullkomna eðlilega ljóma en svo má aðsjálfsögðu byggja upp vöruna ef þið viljið hafa ljómann aðeins ýktari. „To each her own“ ;)

IMG_3099

1. Ég byrjaði á því að klára andlitið mitt, bar á mig farða, hyljara og festi hyljarann undir augunum með púðri. Ég myndi samt bíða með að setja púðrið á næst því að stiftið vinnur betur á púðurslausri húð.

IMG_3101

2. Næs tek ég stiftið og renni því léttilega á húðina fram og tilbaka þar til ég er komin með hæfilega mikinn ljóma á þá staði sem ég vil að mesti ljóminn sé á.

Untitled design (1)

Hér getið þið séð hvar ég setti ljómann. Ég setti stiftið efst á bæði kinnbeinin, fyrir ofan og fyrir neðan augabrúnina, rétt fyrir ofan efri vörina, í innri augnkrók og meðfram hliðinum á nefinu. Hérna klóra sér eflaust margir í hausnum enda flestir sem setja ljómann beint ofan á nefið og beint á nefbroddinn. Það sem ég hef lært og lesið mér til um er að oft getur nefið litið út fyrir að vera svolítið olíumikið við það. Ljómi sem er settur beint framan á nefið getur nefnilega blekkt augað þegar ljósið skellur á hann og þá getur húðin litið út fyrir að vera feit. Ég kýs því að setja ljómann alveg við brúnina á nefinu en passa mig á því að hann fer ekki of neðarlega þar sem nefið er vanalega skyggt og ekki of ofarlega svo að ljóminn fari ekki upp á nefið.

IMG_3102

3. Næst tek ég góðan og þéttan blöndunarbursta og dreifi úr ljómanum með hringlaga hreyfingum. Hér getið þið séð hversu mikið ljóminn er búinn að birta yfir andlitinu mínu en nær á sama tíma að vera frekar náttúrulegur.

IMG_3103

Hér er ég svo búin að klára förðunina. Liturinn af stiftinu sem ég notaði er kaldtóna bleikur og hentar því mjög vel þeim sem eru með ljósa húð. Stiftið er líka til í tón sem er dekkri og hentar því þeim sem er með aðeins sólkysstari húð en ég :)

Hvað segið þið, hvort elskið þið náttúrulegan eða ýktan ljóma?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
powered by RelatedPosts