4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Hvernig ég nota: Micro Pencil frá Maybelline

Vörurnar fékk ég að gjöf

IMG_3873

Jæja þá ætla ég að reyna að koma mér aftur á skrið eftir þessa blessuðu flensu sem vill sitja sem fastast í mér. Í dag langaði mig að sýna ykkur nýju augabrúnablýantana frá Maybelline sem komu í sölu hér á landi í byrjun árs. Blýantarnir heita Brow Precise Micro Pencil og eru skrúfblýantar. Ég er með ágætlega þéttar augabrúnir svo ég þarf ekki að nota mikið af blýantnum til að fylla inn í auðu svæðin mín en ef þið viljið læra hvernig ég geri það þá fer ég yfir það hér rétt fyrir neðan :)

IMG_3874

En fyrst skulum við fara aðeins yfir blýantana sjálfa! Blýantarnir koma í tveimur litum, Soft Brown og Deep Brown. Eins og nöfnin gefa til kynna er Soft Brown aðeins ljósari og hentar því ljóshærðum en Deep Brown er dekkri og hentar því dökkhærðum. Blýantarnir eru skrúfblýantar og með spoolie eða maskaragreiðu á öðrum endanum og mjóum blýanti á hinum endanum. Þeir minna óneitanlega á fræga Brow Wiz augabrúnablýantinn frá Anastasia en ég hef bara því miður ekki prófað hann svo ég get ekki borið þá saman fyrir ykkur. Blýanturinn sjálfur í þessum Maybelline Micro Pencils er fáránlega mjúkur og því er mjög auðvelt að teikna lítið hár í augabrúnina en þar sem hann er svona mjúkur er líka mjög auðvelt að vera of harðhentur og teikna of skarpar línur þannig að passið ykkur á því og notið léttar strokur.

1.) Mig langaði rétt að sýna ykkur hvernig ég nota blýantinn á sjálfa mig en ég byrja alltaf á því að taka spoolie-ið og greiða vel úr augabrúninni minni. Alltaf þegar ég er að fylla inn í augabrúnina mína þá vinn ég vöruna og greiðuna upp á við svo hér greiði ég hárin svolítið upp til að lyfta þeim aðeins.

2.) Næst tek ég blýantinn og teikna létta línu undir og frá byrjuninni á augabrúninni og að boganum. Þar stoppa ég og fylli inn í bogann með léttum strokum upp á við. Hér þurfið þið svolítið að horfa á augabrúnina ykkar eftir að þið hafið greitt hana upp á við og skoða hvar ykkur finnst þið þurfa að fylla inn í hana. Hjá mér vantar mest fremst í augabrúnina og í bogann og því fylli ég inn í hana þar.

3.) Núna tek ég aftur greiðuna og greiði hárin í þá stöðu sem ég vil hafa þau. Með því að greiða í gegnum augabrúnina aftur blanda ég litinn sem ég var að teikna á húðina inn í augabrúnina og það gefur henni náttúrulegri ásýnd.

IMG_4366

Hér sjáið þið svo mynd af mér þar sem ég hef einungis fyllt ínn í augabrúnirnar með blýantnum. Ég nota litinn Soft Brown og hann passar fullkomlega við minn náttúrulega augabrúnalit. Persónulega vil ég ekki hafa augabrúnirnar mínar mikið dekkri en þær eru náttúrulega en hver og einn hefur að sjálfsögðu sinn eigin smekk þegar kemur á því. Mér finnst alltaf fallegra að hafa augabrúnirnar mínar eins náttúrulegar og hægt er en Micro Pencil-inn frá Maybelline hefur hjálpað mér að gera þær bæði náttúrulegar og þéttar á sama tíma :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hátíðarlúkk #3 (Gigi) - SÝNIKENNSLA
Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline ...
KKW Beauty Contour Dupe!!
Þær sitja ekki auðum höndum Kardashian systurnar en nýlega stofnaði Kim Kardashian sitt eigið snyrtivörumerki líkt og systir hennar Kylie og ...
powered by RelatedPosts