4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Hvernig ég klippi mig sjálf: Myndband

Processed with VSCO with a5 preset

Fyrir nokkru tók ég þá ákvörðun að klippa á mér hárið. Frá því ég var tvítug hef ég alltaf bara klippt á mér hárið sjálf og er því orðin nokkuð góð í því. Ég ákvað að stytta hárið mitt töluvert og þetta var útkoman! Þetta er í annað skiptið sem ég klippi það svona stutt sjálf og tók ég ferlið upp á myndband til að geta deilt því með ykkur hér inni. Sýnikennslan er á engan hátt gerð til að koma í veg fyrir það að þið farið í klippingu og klippið ykkur bara sjálf en fyrir ykkur sem viljið frekar klippa ykkur sjálf eða hafið ekki efni á því að fara í klippingu þá er þetta myndband ágætur „leiðbeiningabæklingur“ fyrir það :)  Hér getið þið séð hárið mitt þegar það er krullað og…

Processed with VSCO with a5 preset

hér getið þið séð hvernig það lítur út slétt :) Ég er ótrúlega sátt með þessa klippingu og langar jafnvel að stytta það aðeins meira! Ég keypti mér líka svo flott krullujárn úti í Glasgow um daginn sem ég á eftir að sýna ykkur betur í sér færslu en það er alveg extra gaman að krulla hárið þegar það er svona stutt og heilbrigt.

Ég skal samt alveg viðurkenna að þetta er ekki besta myndband sem ég hef gert! Ég tala rosalega mikið ofan i mig og birtan er í einhverju rugli því ég tók þetta upp á baði. Þrátt fyrir það langaði mig samt að birta það svo þið getið fengið einhverja hugmynd um hvað ég geri þegar ég klippi mig. Ég reyndi að setja einhvern smá texta inn á milli til að útskýra hvað ég er að fara að gera en ég var náttúrulega lengur en 10 mínútur að klippa á mér hárið og því erfitt að klippa myndbandið niður í þann tíma. Vonandi getið þið nú samt nýtt ykkur það eitthvað því það gefur góða hugmynd um hvað ég geri :)

P.S. HÉR er hlekkur að skærunum sem ég notaði til að klippa mig.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
Að verja hárið fyrir mengun
Frá því ég flutti til Köben síðasta haust er ég orðin miklu meðvitaðri um mengun. Núna er ég farin að vinna alveg í hjarta Köbens, bara beint á...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
powered by RelatedPosts