Hvernig á að nota Paint Pot?

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Ein af mínum allra dáðustu snyrtivörum er án efa Pro Longwear Paint Pot frá MAC í litnum Painterly. Ég geri ekki eina einustu augnförðun án þess að nota Painterly fyrst sem þið hafið eflaust tekið eftir í sýnikennslunum hjá mér hér á blogginu ;) En hvað er Paint Pot? Í þessari færslu langar mig að fara aðeins yfir hvað Paint Pot er og hvernig það er hægt að nota vöruna því það er nefnilega hægt að nota hana á svo margan mismunandi hátt.

Ég kynntist Paint Pot fyrst þegar ég keypti mér Painterly fyrir nokkrum árum eftir að hafa horft á Youtube myndbönd frá Kathleen Lights þar sem hún mælti með litnum sem fullkomnum augnskuggagrunn fyrir ljósa húð. Þá var ekki aftur snúið og ég hef ekki notað annan augnskuggagrunn síðan þá. En hvað er eiginlega Pro Longwear Paint Pot?

Í stuttu máli sagt þá eru Paint Pot einfaldlega mjúkir kremaugnskuggar sem endast ótrúlega lengi á augnlokinu án þess að renna í línur. Það má nota Paint Pot á óteljandi vegu enda er hægt að leika sér með vöruna alveg fram og tilbaka en hér getið þið lesið hvernig mér finnst best að nota hana.

1. Eitt og sér 

Það er að sjálfsögðu hægt að nota Paint Pot-in frá MAC ein og sér enda margir litir til að velja úr. Fyrir snögga augnförðun er algjör snilld að skella á augnlokið smá lit með fingrinum og blanda úr honum upp á við. Litirnir hafa flestir hverjir góða dýpt og því æðislegt að nota þá bara eina og sér. Hér á myndinni er ég einungis með Litinn Groundwork á augnlokinu.

2. Sem augnskuggagrunn

Þið finnið engan betri aungskuggagrunn en Paint Pot frá Mac. Eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá eru þau til í mörgum litum svo það er bæði hægt að nota sterka liti til að ýkja augnskuggana sem þið leggið ofan á og gera þá ennþá litsterkari eða það er hægt að nota húðlitaða liti eins og Painterly til að fela rauð og æðaber augnlok en á sama tíma lengja líftíma augnskuggans. Ég fjallaði vel um Painterly á sínum tíma hér á síðunni en hann bæði heldur vel í augnskuggann svo hann endist lengur og gerir það auðveldara fyrir mann að taka hann af þegar dagurinn er búinn. Þið getið lesið nánar um Painterly HÉR.

Hér á myndinni er ég með litinn Groundwork sem augnskuggagrunn og notaði pallettuna Burgundy Times Nine frá MAC til að gera flott og einfalt rauðtóna smokey.

3. Sem eyeliner

Þar sem að Paint Pot eru longwearing (endast lengi) á húðinni er tilvalið að nota þau sem eyeliner. Þau virka þá eins og gel eyelinerar, auðvelt að vinna með þá og endast lengi á augnlokinu. Litaúrvalið skemmir síðan ekki fyrir ef að nota á Paint Pot sem eyeliner og geta þau sett punktinn yfir i-ið á hvaða lúkki sem er.

Paint Pot þorna tiltölulega fljótt á augnlokinu en samt ekki það fljótt að það sé ekki hægt að vinna með vöruna. Ef þið hinsvegar eruð búin að eiga Paint Pot-ið svolítið lengi þá á það til að þorna upp eins og með flesta aðra kremaugnskugga eða gel eyelinera en þá mæli ég með því að bleyta aðeins upp í því með Fix+ svo formúlan verði aftur mjúk og kremkennd.

Vonandi hefur þetta hjálpað ykkur að skilja aðeins Paint Pot-in frá Mac! Ég hef allavega augastað á nokkrum litum í viðbót við safnið mitt en næst á listanum eru Bare Study og Indianwood :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Gullpenninn frá YSL... hvernig á að nota hann!
Ég veit þið trúið ekki hversu lengi þessi færsla er búin að vera í kollinum á mér! Við erum örugglega að nálgast svona tvö ár svo það er ekki s...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts