Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég kom fyrst hingað út og fann meira að segja svona rakalykt í loftinu. Rakinn er samt bara að gera húðinni minni rosalega gott og því hef ég aðeins aðlagað húðhreinsunina mína að því og langaði að deila henni með ykkur.

Ég er mikið búin að vera að nota svampa til að hreinsa húðina á meðan ég er í sturtu en ég skildi alla hreinsiburstana mína eftir heima. Ég ákvað bara að gefa þeim smá pásu og vera aðeins mjúkhentari við húðina mína. Ásamt því að segja skilið við hreinsiburstana mína í bili er ég farin að minnka skrefin í rútínunni minni. Ég var farin að gera alltof mikið fyrir húðina og mér finnst hún eiginlega bara í meira jafnvægi eftir að ég byrjaði á því. Hér fyrir neðan má sjá skrefin í húðhreinsuninni minni í nýju landi.

1. Taka af farða

Til þess að taka af farða nota ég alltaf góða hreinsiolíu. Mín allra uppáhalds er olían frá Bobbi Brown en ég er búin með mína svo þar til ég kemst heim að fjárfesta í annarri er ég að nota Sublime Glow hreinsiolíuna frá L’Oréal. Hún er rosalega fín líka en er því miður hætt í sölu :(

2. Hreinsa óhreinindi af húðinni

Eins og ég kom inn á hér fyrir ofan hef ég mikið verið að nota svampa til að hreinsa húðina mína með andlitshreinsi. Ég var alltaf að nota Konjac svampinn frá Elite Models en frá því að ég fékk í hendurnar nýja hreinsisvampinn frá Real Techniques hef ég verið að nota hann. Þennan svamp má nota með öllum andlithreinsum en hann er frekar grófur svo þið þurfið bara að nota léttar hreyfingar með honum. Ég þurfti svolítið að venjast því enda harðhentari en allt sem harðhent er en það tókst að lokum. Svampurinn hreinsar öll óhreinindi og dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar og skilur hana eftir silkimjúka. Mæli með! 

Með svampinum nota ég svo Pure Clay leirhreinsana mína frá L’Oréal en ég nota rauða hreinsinn um það bil einu sinni í viku þar sem hann inniheldur korn sem skrúbba dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar. Þess á milli nota ég alltaf svarta hreinsinn en báðir hreinsarnir eru alveg æðislega mjúkir og unaðslegir að nota.

3. Rakakrem

Frá því að Hydra Genius kremin frá L’Oréal komu á markað hef ég mest megnis notað þau en þar sem það er aðeins farið að kólna hérna úti skipti ég um gerð og nota núna Hydra Genius kremið fyrir þurra og viðkvæma húð.

4. Annað

Ég sleppi svo ekki mínum dýrindis möskum en ég er dugleg að skipta þar á milli en sá vinsælasti hjá mér er svart Bobbi Brown leirmaskinn þó að nýi Anti Blemish leirmaskinn frá L’Oréal er kominn fast á hæla hans!

Þar hafið þið það! Einföld húðrútína í nýju landi. Hvernig breytist ykkar húðrútína um veturinn?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
powered by RelatedPosts