Útlandakaup (HAUL): Myndband

I’m back baby!!!! Ég er búin að vera í sumarfríi síðastliðnar tvær vikur og hef því ekkert verið að skrifa (skrifaði allt sem birtist áður en ég fór) en nú tekur rútínan við aftur þar sem að haustið virtist bara allt í einu vera komið þegar ég lenti á klakanum. Í fríinu mínu skrapp ég til Hollands og þaðan yfir til Parísar og var þar í nokkra daga. Ferðin var vægast sagt yndisleg í alla staði og mig langaði til að sýna ykkur þær snyrtivörur sem ég keypti úti í útlandinu og henti því í eitt stykki myndband. Það er ekki einn af mínum hæfileikum að tala lítið þegar ég byrja að pæla í og sýna snyrtivörur svo myndbandið var örlítið lengra en ég hafði ætlað mér, ekki nema 30 mínútur í heildarlengd. Sorry með mig! Vonandi hafið þið bara gaman af þessu :)

PS. Ég er enn að vinna í lýsingunni, komin með ný ljós og svona en á eftir að stilla myndavélina almennilega í samræmi við þau, þetta kemur allt saman,

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
OROBLU HAUL
Ég missti mig svolítið í Oroblu kaupum um daginn og langaði að sýna ykkur hvað ég keypti! Í körfunni leyndust tvær buxur og tveir hnésokkar s...
powered by RelatedPosts