4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Helgarmaskinn minn frá Bliss

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_2467

Við getum örugglega öll verið sammála um það að helgarnar eru besti tími vikunnar, er það ekki? Ég reyni þá alltaf að brjóta upp vikuna með því að gera eitthvað allt annað en ég geri vanalega á virkum dögum og eins og hjá flestum byrjar það með því að sofa út! Það er ekkert betra en að kúra smá lengur um helgar :)

Annnað sem ég geri til að hressa mig við eftir kannski of langt kúr er að hreinsa á mér húðina. Ég veit ekki með ykkur en ég hef eeeeeeengan tíma til að hreinsa á mér húðina á morgnana á virkum dögum. „Ain’t nobody got time for that!“. Mínir morgnar einkennast oftast af því að ég snooza of mikið og þarf því að drífa mig fram úr og bruna í vinnuna. Sem sagt sjaldnast tími fyrir mega húðrheinsunarrútínu. Ég nýti þess vegna tækifærið þegar ég vakna um helgar að gera eitthvað gott fyrir húðina mína til að fara extra fersk inn í daginn!

Mig langaði að deila með ykkur þessum maska sem ég er núna búin að vera að nota á hverjum einasta morgni þegar ég vakna um helgar eftir að hafa hreinsað á mér húðina með hreinsiburstanum mínum sem ég þarf „bæ the vei“ að fara að sýna ykkur!

Maskinn kemur frá merkinu Bliss sem er tiltölulega nýkomið til landsins en merkið var upprunalega ein spa stöð í Bandaríkjunum sem óx í stóra keðju og kom svo á markað með snyrtivörulínu til að mæta þörfum þeirra sem komast ekki í heimsókn í spa-in.

Þessi maski sem heitir Triple Oxygen Instant Energizing Foaming mask vakti athygli mína um leið og ég sá hann því hann er merktur sem freyðandi maski. Ég veit ekki með ykkur en ég hef aldrei nokkurntíman prófað freyðandi maska og var því virkilega spennt að prófa þennan.

IMG_2452

Það fyrsta sem þið takið eftir þegar þig setjið maskann á hendina ykkar er án efa ferska sítruslyktin. Án djóks þetta er með þeim ferskari lyktum sem ég hef fundið af snyrtivöru og mér líður eins og ég ség nýbúin að opna mandarínu um jólin þegar ég sprauta maskanum í lófann. Maskinn er því vægast sagt frískandi jafnvel áður en þú setur hann á húðina.

Til að fá fram þessa freyðandi áferð þarf andlit þitt að vera rakt áður en þú berð maskann á. Það þarf ekki mikið af maskanum í einu enda stækkar magnið töluvert um leið og það fer að freyða. 

IMG_2458

Hér sjáið þið svo maskan í freyðandi ástandi. Þetta er ekki ósvipað raksápu nema froðan er ekki næstum því jafn þétt og þung. Maskann látið þið vera á andlitinu í um 5 mínútur en á meðan þeim tíma stendur líður manni oftast eins og maskinn sé að leka af andlitinu. Það er þó ekki rétt þrátt fyrir að tilfinningin sé svoleiðis. Á meðan þessu stendur er froðan að eyðast ekki ósvipað því og þegar maður er búin að vera í freyðibaði í langan tíma og froðan er að hverfa úr baðinu. 

Þegar tíminn er liðinn og froðan nánast öll horfin á maður að hreinsa restina af maskanum af með votum klút. Eftir það hefur húðin mín verið svo fersk að það er nánast eins og ég hafi sofið í 14 tíma en ekki 12 ;) Maskinn er stútfullur af C og E vítamínum sem hjálpa til við að láta húðina líta út bjartari og ferkskari en C vítamín hefur þann eiginleika að birta yfir húðinni og E vítamín hefur andoxunaráhrif á hana.

Fullkominn maski til að dekra við húðina eftir helgarsvefninn ef ykkur vantar svoleiðis :)

Screen Shot 2016-03-12 at 11.25.31

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
Sílikonspaði fyrir maska
Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn - eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á "...
Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT
Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég ko...
powered by RelatedPosts