4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

– Heillandi Essie haust –

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_mg_5003

Er ekki kominn tími á eina sjóðheita Essie færslu!? Í þessum töluðu orðum er haustlínan frá Essie að bruna í verslanir og því tilvalið að sýna ykkur alla línuna betur hér hjá mér. Það eru reyndar tvær línur frá Essie að bruna í verslanir núna en ég mun sýna ykkur hina línuna betur í næstu viku þar sem mig langaði að byrja á haustinu. Það er líka eiginlega ekki annað hægt en að byrja á því þegar að hautlægðin er alveg búin að liggja yfir okkur undanfarna daga.

Haustlínan frá Essie í ár hitti svo mikið í mark hjá mér að það hálfa væri sko meira en nóg. Það er ekki einn einasti litur í línunni sem heillar mig ekki eða minna en liturinn við hliðina á honum. Mér finnst þeir allir hvor öðrum flottari og grunar að margir eigi eftir að vera sammála mér í þeim efnum. Eins og alltaf kemur línan í takmörkuðu magni en núna mun hún einungis mæta í verslanirnar sem eru með Essie gólfstanda svo hafið það bakvið eyrað ef ykkur langar í lit úr línunni.

_mg_5024

Í þetta sinn er línan innblásin af höfuðborg Japans, Tokyo og á því að fanga andann í borginni, viltan götustíl hennar, spennandi eldamennskuna og alla þá ógrynni af haustlitum sem borgin skartar á þeim árstíma. Útkoman voru litirnir 6 sem við sjáum hér en förum aðeins betur yfir hvern og einn þeirra svona þegar við vitum aðeins um meira innblásturinn á bakvið þá :)

_mg_5090

Fyrstur er minn allra uppáhalds litur úr línunni, svona ef ég væri neydd til að velja einn. Udon know me er grátóna blár sem hefur einnnig smá grænan undirtón. Formúlan þekur vel en er í þykkari kantinum svo maður getur alveg komist upp með að setja einungis eina umferð af litnum á neglurnar. Ég mæli þó alltaf með tveimur :)

_mg_5046

Kimono-over er plómulitur sem smellpassar inn í haustið! Þetta er dökk fjólublár en mér finnst þurfa tvær þekjur af þessu lakki til að tónninn verði eins djúpur og hægt er. Virkilega flottur litur og þá sérstaklega fyrir þau sem elska fjólubláan.

_mg_5065

Ef þið eruð að leita ykkur að hinu fullkomna blóðrauða lakki þá þurfið þið ekki að leita lengra því Maki me happy uppfyllir öll þau skilyrði. Formúlan er þynnri en á litnum Udon know me en svipar til formúlunnar í Kimono-over. Tvær umferðir eiga því að duga til að fá fullkomnar blóðrauðar neglur sem ættu að passa við hvaða hrekkjavökubúning sem er ;)

_mg_5095

Næstur er liturinn Now and zen sem er grátóna grænn… eiginlega svona grátóna mosagrænn. Þessi hefur líka þykka formúlu svo maður á alveg að geta komast upp með það að setja bara eina umferð af lakkinu á neglurnar.

_mg_5081

Ég vildi að myndirnar hér fyrir ofan myndu skila þessum lit aðeins betur en Playing koi er ótrúlega flottur „burned orange“ litur. Hann er svona eins og dekkstu appelsínugulu laufblöðin eru á litin á þegar að haustinu er alveg að ljúka. Hann þarf tvær umferðir og er sjúklega fallegur!

_mg_5061

Síðast en ekki síst er það liturinn Go go geisha! Þetta er náttúrulega hinn fullkomni brúðarlitur fyrir þær sem eru að fara að gifta sig um haustið. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa honum en hann er svona rómantískur bleikur með smá gráum undirtón og glansar alveg sjúklega mikið á nöglunum.

_mg_5003

Geggjuð lína, geggjuð lökk og Essie toppar sig enn og aftur! Fylgist svo með í næstu viku þegar ég sýni ykkur betur hina línuna sem er að rata í verslanir núna. Stay tuned :D

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts