Heilbrigður litur á húðinni um hátíðarnar

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

img_1935

Ef þið eruð jafn rosalega hvít á hörund og ég þá er þessi færsla klárlega fyrir ykkur! Ef þið viljið skella á ykkur smá lit fyrir jólaboðin eða áramótapartýið en leggið ekki alveg í sjálfbrúnkuna þá mæli ég með því að þið kíkjið á nýju Sun Shimmer vörurnar frá RIMMEL. Sun Shimmer Instant BB Skin perfector er BB krem fyrir líkamann sem að skolast af í sturtu. Það er eiginlega bara eins og meik fyrir líkamann sem gefur fallegan brúnan lit á húðina. Sun Shimmer Instant Tan er samt í meira uppáhaldi hjá mér þar sem það gefur fallegan glans á húðina ólíkt BB kreminu þar sem að þetta krem inniheldur shimmer agnir. Þetta krem finnst mér til dæmis vera fullkomið til að setja á húðina fyrir áramótin til að gefa henni fallegt yfirbragð og eins og hitt kremið skolast það af í sturtu. Það er svolítið sterk lykt af kremum svo þið vitið bara af því ef þið ætlið að skella ykkur á þetta. Algjör snilld ef maður vill skella á sig smá lit í flýti! :) Annars er ég að fara í skötu í kvöld en ég lærði nú samt bara að borða hana í fyrra! Njótið kvöldsins elsku lesendur❤️

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Árshátíðarbrúnkan
Þá fara árshátíðirnar að skella á og sumar hverjar hafa nú þegar átt sér stað. Það er því ekki seinna vænna að ég sýni ykkur nokkrar sniðugar v...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
powered by RelatedPosts