Haustinnblástur

Það er nú ekki annað hægt þegar að svona lægð liggur yfir landinu að verða fyrir smá innblástri frá haustinu. Þegar veðrið er alveg ómögulegt finnst mér voða róandi að setjast niður við snyrtiborðið mitt, hlusta á rokið og æfa mig í hinum ýmsu augnförðunum. Það var akkúrat það sem ég gerði í gær eftir vinnu og naut þess í botn! Mér finnst svo skemmtilegt að pæla í litum og áferðarsamsetningum sem gætu passað vel saman og ég get setið við það í óralangan tíma. Stundum verða augun eins og stundum prófa ég eina förðun á eitt og aðra á hitt. Það fer allt eftir því hvernig skapi ég er í :)

IMG_8861

Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera í gær annað en mig langaði að nota ákveðna haustliti og útkoman var þetta lúkk sem þið sjáið hér á myndunum. Ég er ótrúlega lukkuleg með það þar sem mér hefur alltaf fundist einstaklega erfitt að vinna með græna liti.

11999366_10207684698975064_1448083388_o

Dökki bronsliturinn frá ColourPop setur svo skemmtilega svip yfir förðunina þar sem ég setti vel af honum í innri augnkrók og dreifiði úr honum upp á augnlokið. Í lokin bar ég svo mikið af litnum meðfram neðri augnháralínunni. Þegar ég horfi á myndina finnst mér eins og græni liturinn dragi fram ákveðinn grænan lit í augunum mínum sem ég vissi ekki einu sinni að ég væri með, það er alltaf svolítið skemmtilegt.

11993231_10207684698775059_247084343_o

 

Ég nenni ekki að telja upp allt sem ég gerði því þá yrði textinn bara of langur og leiðinlegur svo ég ætla bara að telja upp vörurnar sem ég notaði á augun. Ef þið viljið samt að ég geri myndband með þessari förðun þá er það alveg sjálfsagt, látið mig bara vita :)

Mac Paintpot – Painterly

Smashbox – Sable, Sumatra, Totally Nude

ABH – Orange Soda

Make-up Studio – 426

Dior – House of Greens (Notaði einungis grænu litina)

ColourPop Kathleen Lights – Blaze

 Maybelline Lasting Drama Gel Liner – Black

L’oreal So Souture Volume Million Lashes – Black

Tanya Burr Lashes – Pretty Lady

IMG_8865-2

Það er eitthvað við svona dökkgræna emerald liti sem mér finnst svo haustlegt, svo ekki sé talað um ef þeir eru paraðir saman við brons!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
Dior jólagjöf
Minn elskulegi kom mér heldur betur á óvart á jólnum þegar hann gaf mér þessa Dior pallettu í jólagjöf. Hann kom mér nú reyndar meira á óvart þ...
powered by RelatedPosts