Haustilmurinn minn frá Calvin

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-6

Ég er kannski fullsein að sýna ykkur ilminn sem ég er búin að nota mest í haust þar sem að fyrsti vetrardagurinn er kominn og farinn! Mig langar nú samt að sýna ykkur hann aðeins betur því hann er líka alveg fullkominn fyrir veturinn :) Þegar ég þefaði af þessum í fyrsta skipti greip hann mig um leið enda ekki annað hægt þar sem hann er að mestu leiti byggður upp af viðarnótum og ég fell alltaf kylliflöt fyrir þannig ilmum.

untitled-3

Calvin Klein Deep Euphoria er tiltölulega nýr í verslunum hér heima en hann er annað afbrigði af upprunalega Euphora ilminum frá merkinu. Þessi mun þó vera sinn eigin ilmur ef svo má að orði komast og standa jafnfætis upprunalega ilminum. Ilmurinn á að endurspegla hina ungu, fáguðu og sterku konu sem einkennir Calvin Klein merkið þegar kemur að ilmvötnum. Margot Robbie er svo andlit ilmsins en ég dýrka hana sem leikkonu, finnst hún svo hæfileikarík :)

untitled-9

Ilmurinn er rosalega ríkur en hann samanstendur af mjög djúpum nótum sem eru umvafnar ferskum nótum af svartri rós og bóndarós. Einnig er að finna í ilminum lyktina af hvítum pipar sem að kryddar hann skemmtilega. Ég myndi segja að ilmurinn henti til hversdagsnotkunar en hann er líka rosalega flottur sem spariilmur fyrir hin ýmsu tilefni. Hér getið þið séð topp-, hjarta og grunnnótur ilmsins.

Toppnótur

Cascalone, Mandarínulauf, Hvítur pipar

Hjartanótur

Svört rós, Bóndarós, Blágresi, Jasmín Sambac

Grunnnótur

Musk, Patchouli, Viður

untitled-4

Núna er ég svona aðeins farin að huga að jólunum hér á blogginu þó ég sé að banna sjálfri mér að fara í jólaskap fyrr en eftir afmælið mitt 19.nóv. Ég var því svona að velta fyrir mér hvort það sé eitthvað sérstakt sem þið viljð sjá hér hjá mér í desember? Endilega látið mig vita ef það er eitthvað eitt frekar en annað sem þið vilið sjá og ég set það á áætlunina hjá mér! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Vorið frá Miu Miu
Það er háa herrans tíð síðan ég fjallaði um nýtt ilmvatn hérna inni og því um að gera að kippa því í liðinn! Nýlega kom á markað ný útgá...
powered by RelatedPosts