4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Haust #2: Burgundy Bronze

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

_mg_3118

_mg_3158

Þá er komið að haustlúkki númer 2 hjá mér en í þetta skiptið ákvað ég að einbeita mér að bronsuðum og vínrauðum tónum. Ég gerði djúpa skyggingu yst á augnlokið til að gera förðunina  extra dramatíska og toppaði svo lúkkið með Soft Matte Lip Cream frá NYX í litnum Copenhagen. Á augun notaði ég svo augnskuggapallettu frá MAC í litnum Burgundy Times Nine en hún er án djóks orðin nýja uppáhalds pallettan mín þar sem hún er gjörsamlega sjúk!

1-6

Ég byrjaði á því að taka lit númer 1 og setti vel af honum yst á augnlokið. Litinn dró ég síðan að miðri glóbuslínunni. Næst tók ég lit númer 2 og setti hann ofan á lit númer 1 til að gera brúna tóninn aðeins rauðari. Eftir það tók ég lit númer 3 á flatan bursta og lagði hann á mitt augnlokið. Með flata burstanum og léttum hreyfingum blandaði ég honum smám saman við ytri skygginguna. Litur númer 4 fór svo á innri part augnloksins og blandaði ég honum saman eins og ég gerði við lit 3. Á miðlungs stóran pencil bursta tók ég lit númer 5 og blandaði öll skörp skil í glóbuslínunni til að fá fullkomna blöndun. Síðast en ekki síst tók ég lit númer 6 og kom honum fyrir í innri augnkrók. Ferlið endurtók ég síðan meðfram neðri augnháralínunni. 

Haustlegt og flott lúkk fyrir komandi föstudagskvöld! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts