Haust #1: SÓT

Vörurnar eru í einkaeigu

_MG_1286

_MG_1273

_MG_1267

Í dag er fyrsti í haustförðun hjá mér! Á næstu vikum ætla ég að fara yfir vinsælustu hausttrendin þegar kemur að förðun og jafnvel sýna ykkur helstu haustlínurnar sem munu rata í verslanirnar hér á landi. Ég ætla að reyna að hafa færslurnar pínu „editorial“ legar en á sama tíma hafa farðanirnar sem auðveldastar svo einfalt sé að endurskapa þær. Mig langar að byrja á trendinu sem ég er hvað hrifnust af þetta árið en það eru sótuð augu! Því sótaðra því betra! Ég ákvað að gera förðunina enn dramtískari með því að para þessi dökku augu með djúpum berjatóna varalit en þið getið að sjálfsögðu notað ljósari lit til að gera lúkkið aðeins léttara. Hér fyrir neðan getið þið séð vörurnar sem ég notaði en þær voru ekki margar að þessu sinni. Ég gleymdi reyndar að setja Painterly frá MAC á myndina en það má svo sem nota hvaða augnskuggagrunn sem er til að ná svipaðri útkomu og ég náði.

Copy of 1

Ég ætla að taka upp stutta sýnikennslu um hvernig ég náði þessu lúkki og setja inn á Instagram Stories hjá Belle.is en þar mun ég fara betur yfir öll smáatriðin og sýna ykkur hvernig ég nota vörurnar. Það er því um að gera að fylgja okkur ÞAR til að sjá fyrstu „miní“ sýnikennsluna mína! Inni á Instagram eru við líka duglegar að birta tilkynningar um nýjar færslur svo það er ekki verra að fylgja okkur þar ef þið viljið ekki missa af neinu!

En fyrsti í hausti og sótuð augu – hvernig lýst ykkur á? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts