– Hátíðin frá Essie –

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-1

Jæja þá er komið að jóla-/vetrarlínunni frá Essie! Línan er ekki síður glæsilegri en aðrar línur sem hafa komið frá merkinu á þessu ári en Essie hefur staðið sig að mínu mati með eindæmum vel! Vetrarlínan í ár inniheldur sex liti sem allir eru innblásnir af sjöunda áratugnum í London. Þegar ég horfi á línuna í heild sinni þá er línan mjög svo 60’s leg svo þeim tókst vel til með yfirbragð línunnar.

untitled-10

Byrjum á einum flottasta litnum í línunni. Go With The Flowy er hvítur glimmerlitur sem er eiginlega bara nákvæmlega eins og gervisnjór! Hann er einn af litunum sem kom mér hvað mest á óvart í línunni því ég hélt að hann væri bara hvítur. Glimmerin nást illa á mynd svo þið verðið eiginlega að skoða hann með eigin augum til að sjá hversu fallegur hann er. Liturinn nær fullri þekju eftir eina til tvær umferðir.

untitled-7

Party on a Platform er þessi klassíski hátíðar jólarauði. Það er svo sem lítið annað sem ég get sagt enda lýsir þessi eina setning honum nokkuð vel ;) Liturinn þarf sirka tvær umferðir til að ná fullri þekju.

untitled-6

Oh Behave! er mjög einstakur litur sem er óvenjuleg blanda af bleikum og gylltum. Liturinn sjálfur er bleikur en í honum má finna örfínar gylltar glimmeragnir sem gefa honum skemmtilegan gylltan blæ. Þessi er svolítið þunnur þannig að þið gætuð þurft tvær umferðir af honum til að ná fullri þekju.

untitled-5

Satin Siter er ótrúlega flottur heill teal blár litur en ég fann ómögulega íslensku þýðinguna fyrir teal! Fletti litnum upp á ordabok.is og fékk svarið urtönd… ég ætla að giska á að það sé ekki rétt ;) Liturinn þekur lítið í fyrstu umferð sem kom mér verulega á óvart en það þarf líklegast þrjár umferðir af honum til að ná heilum lit. En fallegur er hann!

untitled-9

Þá er komið af öðrum af mínum uppáhalds litum úr línunni en það er liturinn Ready to Boa. Þetta er burgundy súkkulaðibrúnn litur með ótrúlega fallegri sanseringu. Ótrúlegt en satt þá er þessi litur frekar þéttur í sér svo það er alveg hægt að komast upp með að setja bara eina umferð á neglurnar af þessum! Oft vilja sanseraðir litir vera svolítið þunnir en það er þessi alls ekki! Klárlega einn af mínum topp þremur :D

untitled-8

Þá er komið að rúsínunni í pylsuendanum. HALLÓ dásemd! Ef að þetta lakk kallar ekki á ykkur yfir jólahátíðina þá veit ég ekki hvað! Getting Groovy er hinn fullkomni gyllti litur en hann er nánast eins og fljótandi gull í flöskunni. Hann þekur vel en tvær umferðir af þessum ættu að duga.

untitled-2

Stórglæsileg lína frá Essie sem geymir pottþétt hátíðarlakk sem hentar flestum!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
5 hlutir sem ég ætla að gera í desember
Fara á jólahlaðborð Ég hef ekki farið á jólahlaðborð í mörg mörg ár og ég get ekki beðið eftir að skella mér á eitt slíkt núna í desember. Ég ...
powered by RelatedPosts