Hátíðarset RT: Multitask set

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

img_1193

Hátíðarsettin frá Real Techniqes eru orðinn jafn mikill hluti af jólunum hjá mér og jólaölið… ókei kannski ekki alveg en þau tróna samt ofarlega! Í ár komu tvö hátíðarsett en ég fékk eitt þeirra í hendurnar um daginn sem mig langar til að sýna ykkur betur :) 

img_1196

Multitask settið heillaði mig mest af settunum tveimur sem eru í boði en það inniheldur 3 glænýja bursta sem eru hver öðrum fallegri. Ég sýndi ykkur á Snapchat (rannveigbelle) þegar ég prófaði þá í fyrsta skipti og ég hef bara orðið meira ástfangin af þeim síðan þá! Fyrsti burstinn í settinu er appelsínugulur og heitir Multitask Face Brush. Hann hef ég notað mest í kinnaliti þó ég var ekkert alltof hrifin af því í fyrsta skipti sem ég prófaði það. Ég prófaði það samt aftur og núna er ég húkkt. Hann gefur ótrúlega jafna og falllega áferð á kinnbeinin og dreifir óaðfinnanlega úr kinnalitnum. Ég hef líka prófað hann í sólarpúður og hann virkar jafn vel í þeim tilgangi. Næstur er Multitask Cheek Brush sem er þessi bleiki. Hann er flottur til að nota í ljómapúður eða til að skyggja á sér andlitið. Þennan er einnig hægt að nota til að dreifa úr hyljara undir augunum. Síðast en ekki síst er það Multitask Eye Brush sem er án efa uppáhaldsburstinn minn í settinu og er klárlega kominn í top 10 af öllum uppáhalds RT burstunum mínum! Ég myndi hiklaust kaupa mér annað svona sett bara til að geta átt annan svona bursta! Þetta er fullkominn blöndunarbursti til að nota í glóbuslínuna og blanda út harðar skyggingar á augunum. Algjörlega fullkominn!

img_1194

Með settinu fylgir svo lítil taska sem ég persónulega nota aldrei en ef þið notið þær þá er hún í mjög fallegu grafísku mynstri sem er einstakt fyrir þetta sett :) Þetta sett er líka mjög sniðugt fyrir þá sem eru að byrja burstasafnið sitt enda margt hægt að gera með hverjum og einum bursta. Svo er bara að prófa burstana sjálfur og finna hvernig ykkur finnst best að nota þá :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
5 hlutir sem ég ætla að gera í desember
Fara á jólahlaðborð Ég hef ekki farið á jólahlaðborð í mörg mörg ár og ég get ekki beðið eftir að skella mér á eitt slíkt núna í desember. Ég ...
Fullkomnar varir með RT!
Þá er komið að seinna Real Techniques settinu sem ég ætlaði að segja ykkur frá en í þessari færslu ætlum við að skoða vel Prep & Col...
powered by RelatedPosts