Hátíðarpallettan AUDA[CITY] in LONDON

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-1

Ég er komin í svo brjálæðislega mikið jólaskap að það er ekki fyndið! Það var mikið jólað um síðustu helgi svo það er ekki seinna vænna að ég sýni ykkur nýju hátíðarpallettuna frá Lancome sem er komin í verslanir. AUDA[CITY] in LONDON er önnur pallettan sem er hönnuð af snillingnum Lisu Eldridge sem örugglega mörg ykkar kannast við en Lisa er listrænn stjórnandi hjá Lancome og algjör snillingur þegar kemur að förðun.

untitled-3

Fyrri pallettan sem Lisa gerði hét AUDA[CITY] in PARIS og var innblásin af höfuðborg hátískunnar en í þetta sinn er heitir pallettan AUDA[CITY] in LONDON og er því innblásin af heimaborg Lisu henni London og vísa litirnir í pallettunni í liti sem finna má í borginni. Ólíkt fyrri pallettunni kom Lisa að gerð formúlu þessara augnskugga en í fyrri pallettunni ákvað hún bara litina svo það má segja að pallettan að þessu sinni sé Lisa frá A til Ö!

untitled-6

Pallettunni er í grunninn skipt upp í 4 svæði sem innihalda liti sem hægt er að nota saman til að skapa ákveðin lúkk. Það er þó að sjálfsögðu einnig hægt að blanda öllum litunum saman í lúkk eftir eigin hentisemi. Pallettan er yfir heildina litið svolítið kaldtóna sem er ólíkt fyrri París pallettunni sem var frekar hlýtóna en mér finnst London pallettan líka vera pínu vorleg þó hún sé hátíðarpalletta sem kemur út á þessum árstíma. Það mun því vera hægt að nota hana og blanda litunum saman á öllum árstíðum enda ekkert sem kemur í veg fyrir það! 

untitled-1-2

Það eru 16 augnskuggar í pallettunni og hún kostar í kringum 8990 í verslunum. Hver skuggi er þá á sirka 560 krónur sem er svipað og Makeup Geek augnskuggar og ódýrara en stakir Morphe augnskuggar eru hér heima. Virkilega flott verð fyrir svona flotta pallettu að mínu mati. Í pallettunni eru þrjár mismunandi tegundir af áferðum en þær eru mattar, shimmer og glimmer/metallic. Augnskuggarnir 4 sem eru fremst í pallettunni eru glimmer augnskuggarnir en þá er langbest að nota með blautum bursta þar sem það getur fallið smá af þeim niður á kinnarnar ef maður notar bara puttana. Möttu skuggarnir eru mjúkir og auðvelt er að blanda þá saman en shimmer augnskuggarnir setja fallegan glans og léttan lit á augnlokið.

Æðisleg palletta og æðislegir augnskuggar sem gott er að vinna með og nota saman. Ég ætla síðan að sýna ykkur flotta og einfalda hátíðarförðun með pallettunni hér á síðunni á morgun svo fylgist með því!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
powered by RelatedPosts