4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Hátíðarneglur #1 – OPI

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

1OpiHatid

Það er ekkert tímabil jafn skemmtilegt í snyrtivöruheiminum að mínu mati eins og jólin. Búðirnar fyllast af gullfallegum hátíðarvörum þar sem mikið er lagt í pakkningar og innihald. Bara það að labba í gegnum snyrtivörudeildir á þessum árstíma kemur mér í ægilegt jólaskap og ég kem oftar en ekki auga á einhvern fallegan harðan pakka sem hægt er að lauma í jólagjafirnar, hvort sem að gjöfin er fyrir mig eða aðra ;)

Nýlega kom til landsins jólalínan frá OPI sem að þessu sinni ber heitið Starlight. Línan er að mínu mati ein sú flottasta sem hefur komið frá OPI í langan tíma og ég held að það sé tveimur Liquid Sand lökkum að þakka. Mikið hef ég saknað þeirra!

Mig langaði að sýna ykkur tvö lökk úr línunni sem ég fékk um daginn en ég valdi mér eitt rautt til að hafa á jólunum og eitt glimmer Liquid Sand til að nota um áramótin.

image7

Byrjum á þessu rauða! Það er bara staðreynd að rauðar neglur um hátíðarnar klikka aldrei. Ég hef hinsvegar verið veik fyrir svona dökkrauðu sanseruðu lakki frá því að horfði á I Am Yours tónleikana með Beyonce. Þá skartaði hún líka svona fínum sanseruðum hárauðum nöglum og síðan þá hef ég verið „húkt“. Það er því ekki furða að ég valdi mér þennan lit til að prófa.

Liturinn heitir Ro-man-ce on the moon og svíkur engan sem vill skarta fallegum rauðum nöglum á jólunum. Hér er ég með þrjár umferðir af litnum á nöglunum en tvær ættu að duga.

4OpiHatid

Hinn liturinn sem ég valdi ætti að heita hið fullkomna áramótalakk… en heitir það samt ekki! Lakkið er eitt af tveimur Liquid Sand lökkum sem þið finnið í hátíðarlínunni og er hitt lakkið engu síðra.

Liturinn heitir Super star status og er í grunninn silfurlitað. Það inniheldur litlar silfurlitaðar glimmeragnir og fullt af stórum gulllituðum glimmerögnum. Lakkið ætti því að passa við dressið hvort sem það er gull eða silfur. Hér á myndinni er ég með þrjár umferðir af lakkinu en þar sem þetta er Liquid Sand þá er það smekksatriði hvers og eins hversu þykkt þið viljið hafa lakkið :)

image1

Til að draga þetta saman í fljótu bragði þá eru lökkin vægast sagt falleg fyrir hvern þann sem leitar að hinum fullkomnu hátíðarnöglunum. Ef þið fílið svo ekki þessa liti þá getið þið skoðað restina af OPI Starlight línunni á netinu. Þá munuð þið eflaust finna eitthvern sem ykkur líst vel á þar sem litaúrvalið er mikið.

Ég ætla síðan að halda aðeins áfram að fjalla um fallegar hátíðarsnyrtivörur og leggja áherslu á jólalegar myndir. Ég veit ekki með ykkur en ég kemst í algjört jólaskap við að horfa á þessar myndir og ætla því ekki að slaka á í stílíseringunni fyrir hátíðirnar :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
5 hlutir sem ég ætla að gera í desember
Fara á jólahlaðborð Ég hef ekki farið á jólahlaðborð í mörg mörg ár og ég get ekki beðið eftir að skella mér á eitt slíkt núna í desember. Ég ...
powered by RelatedPosts